Toppliðið fékk botnliðið í heimsókn samkvæmt spámönnum fyrir veturinn en eins og flestir vita er ekkert gefið í þessum efnum. Snæfellsstúlkur fengu blauta tusku í andlitið í síðasta leiks sínum á meðan Njarðvík blés á spár og sigruðu. Í þessum leik höfðu þó heimastúlkur í Stykkishólmi tökin allan tíman og sigruðu sannfærandi 82-56
Segja má að þáttaskil leiksins hafi komið strax í fyrsta hluta þegar Pálína María Gunnlaugsdóttir setti sitt fyrsta skot í sínum fyrsta heimaleik með Snæfelli og búmm, þrjú stig og staðan 14-4 fyrir Snæfell sem lokuðu vel á Njarðvík og sérstaklega á þær leiðir sem Carmen Tyson-Thomas vildi nýta sér þannig að boltinn flaut ekki eins mikið í gegnum hana og gestirnir grænu höfðu áform um. Snæfell höfðu undirtökin allan leikin og Njarðvík átti í raun aldrei séns í kvöld en sýndu baráttuvilja.
Snæfell tóku fleiri skot en Njarðvík í leiknum og hittu þess vegna úr fleiri skotum þó í % hafi ekki verið brjálæðislega langt á milli en þó samt. Stattið var eitthvað ólögulegt og lokastatt því ekki alveg kórrétt en úr því átti að bæta strax í kjölfarið. Það er þó óhætt að segja að Snæfell hafi haft yfirhöndina í öllum tölfræðiþáttum sem teljast til tekna.
Hetjan.
Liðsheild Snæfells var aðalhetjan í leiknum og virtist sama hver kæmi inná því allar voru tilbúnar í að koma til baka frá síðasta leik sínum. Ef einhverjar ætti að nefna þá vil hrósa yngri og mínútufærri leikmönnum Snæfells fyrir áræðni og koma með gott framlag í leikinn en svo voru sumir sem gáfu meira en aðrir og það heila tönn.
Kjarninn.
Snæfell barðist vel í varnarleiknum í upphafi og voru skipulagðar í leik sínum en strax í upphafi og Njarðvík sá ekki til sólar. Fólk var líka vart við það snemma að Carmen Tyson – Thomas yrði fjarri síðasta leik sínum. Staðan var 17-4 fyrir Snæfell eftir fyrsta hluta og í hálfleik voru heimastúlkur með þægilega 43-22 forystu. Þótt Carmen Thomas hafi ekki þótt ná þeim hæðum sem fólk er að búast við þá skartaði hún myndarlegri tvennu 34 stig og 15 fráköst en næst henni var Björk Gunnarsdóttir með 8 stig. Hjá Snæfelli var Taylor Brown að hitta vel og var stigahæst með 27 stig og gaf 8 stoðsendingar. Berglind Gunnarsdóttir spilaði vel og endaði með 14 stig fyrir Snæfell sem lönduðu sínum fyrstu stigum með allt öðru samspili liðheildarinnar.
Umfjöllun / Símon B. Hjaltalín
Myndir / Sumarliði Ásgeirsson



