spot_img
HomeFréttirSnæfell lokuðu titlasafninu með meistaratitlinum

Snæfell lokuðu titlasafninu með meistaratitlinum

 
Grindavík mætti í Hólminn sem fulltrúi bikarliða eða silfurliðið og mættu Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í leik um meistara meistaranna.
Grindavík byrjaði heldur sprækari og komust í 11-19 áður en Snæfell tók leikhlé. Staðan eftir fyrta fjórðung var 21-24 fyrir Grindavík og var Snæfell að laga sinn leik töluvert. Snæfell sigu svo hægt og bítandi nær Grindavík og með góðri vörn náði Snæfell að jafna 25-25 eftir það var skipst á að skora og leikurinn hnífjafn framan af öðrum fjórðung.
 
Grindavík áttu sprett seinni part leikhlutans sem skilaði þeim 7-0 power kafla með troðslu frá Ólafi og tilheyrandi stemmingu þar sem þeir komust úr 38-35 í 38-42. Grindavík leiddi í hálfleik 44-48 en hjá báðum liðum var heildin að skila stigum í hús en fremstir meðal jafningja í hálfleik voru hjá Snæfell Ryan 10/7frák, Nonni 10 stig og Sean 7/7 stoðs. Hjá Grindavík voru Guðlaugur með 12 stig, Páll Axel 10 stig og Andre 10/5 stoðs.
 
Sean Burton dritaði Snæfelli yfir 54-52 með tveimur þristum í þriðja hluta og voru heimamenn að laga sig til en þó ekki svo mikið að Grindavik komst strax í 55-60. Snæfell fór þá mikinn og komst í 72-65 þegar Sean Burton fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og voru leikstjórnendur beggja liða komnir með 4 villur. Snæfell leiddi eftir þriðja leikhluta 75-70.
 
Afmælisdrengurinn Sveinn Arnar opnaði fjórða hlutann með góðri körfu fyrir heimamenn. Ómar Sævarsson jafnaði 80-80 á vítalínunni og leikurinn gríðalega spennandi þar sem liðinn skiptust á að skora en Snæfell þó alltaf skrefi á undan. Ómar fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og kláraði Nonni það af línunni. Snæfell komst í góðan ham og jók forystuna þar sem Pálmi fór í gírinn og spilaði þvílíka vörn og sókn. Ryan tróð svo trölltroðslu í lokin og Snæfell tók enn einn titilinn í safnið og hafa núna með þessum titli náð að vinna alla titla sem eru í boði hjá KKÍ ef frá er talinn deildarmeistaratitillinn í úrvalsdeild. Snæfell vann leikinn 100-93 í hörkuleik sem réðist ekki fyrr en undir lokin.
 
Atkvæðahæstu menn leiksins.
 
Snæfell: Pálmi 26 stig, Ryan 22/11 frák, Nonni Mæju 21/13 frák, Sean 18/13 stoðs.
Grindavík: Andre 23/10 stoðs, Páll Axel 19/9 frák, Ómar 17/9 frák, Ólafur 14/7stoðs, Guðlaugur 12 stig.
 
Byrjunarliðin.
 
Snæfell: Jón Ólafur, Pálmi Freyr, Ryan Amoroso, Emil Þór, Sean Burton.
Grindavík: Andre Smith, Ómar Sævars, Páll Axel, Guðlaugur Eyjólfs, Ólafur Ólafs.
 
Dómarar leiksins: Davíð Hreiðarsson og Jón Bender
 
Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín
Ljósmynd: Stefán Þór Borgþórsson
Fréttir
- Auglýsing -