spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSnæfell leggur sitt af mörkum - Gefa ágóða af heimaleikjum til Grindavíkur...

Snæfell leggur sitt af mörkum – Gefa ágóða af heimaleikjum til Grindavíkur og hvetja önnur félög til að gera slíkt hið sama

Meistaraflokkar Snæfells munu leggja sitt af mörkum og aðstoða Körfuknattleiksdeild Grindavíkur sem nú gengur í gegnum mjög erfiða tíma og mikla óvissu. Hefur félagið ákveðið að allur ágóði næstu tveggja heimaleikja þeirra muni renna til körfuknattleiksdeildar Grindavíkur

Þá hvetur félagið önnur félög til að gera slíkt hið sama.

Þeir tveir leikir sem Snæfell mun nýta til að safna styrk fyrir Grindavík verður leikur þeirra í Subway deild kvenna komandi miðvikudag 22. nóvember gegn Breiðablik og tveimur dögum seinna föstudag 24. nóvember í fyrstu deild karla gegn Selfoss.

Fréttir
- Auglýsing -