spot_img
HomeFréttirSnæfell komu ákveðnari til leiks: Mæta Stjörnunni í undanúrslitum

Snæfell komu ákveðnari til leiks: Mæta Stjörnunni í undanúrslitum

 
Oddaleikur í Stykkishólmi varð raunin eftir að Haukar náðu fram sigri 77-67 í öðrum leik liðanna að Ásvöllum. Snæfellingar áttu heimavallarréttinn í Stykkishólmi sem þeir nýttu vel, sigruðu 87-73 og eru komnir áfram í undanúrslit þar sem þeir mæta Stjörnunni. Eftir jafnan og mjög skemmtilegann leik í fyrri hálfleik tóku Snæfellingar af skarið í þriðja leikhluta og höfðu forystuna í sínum höndum til loka en staðan í hálfleik var 46-42 fyrir Snæfell.
Munur var á leik Snæfells í þessum leik og voru þeir að berjast á móti annars spræku liði Hauka sem höfðu komið aftan að Snæfelli í viðureign liðanna sem flestir spáðu Snæfelli 2-0 en geta þó borið höfuðið hátt.
 
Byrjunarlið leiksins:
Snæfell: Nonni Mæju, Pálmi Freyr, Ryan Amoroso, Zeljko Bojovic, Sean Burton.
Haukar: Haukur Óskarsson, Örn Sigurðarson, Semaj Inge, Sævar Ingi, Gerald Robinson.
 
Haukur Óskarsson opnaði leikinn fyrir Hauka með þrist og voru þeir komnir í 5-0 í upphafi leiks. Snæfell fékk ekki skotin niður en þegar Sævar braut á Pálma í þriggja stiga skoti setti hann fyrstu þrjú fyrir Snæfell. Leikurinn varð strax hraður og liðin vel einbeitt. Janræði var með þeim í fyrsta hluta og var staðna orðin 9-12 fyrir Hauka þegar Snæfell náði þeim 15-12 og var þetta að rúlla svona. Staðan var 15-16 fyrir Hauka eftir fyrsta hluta.
 
Sean Burton opnaði annan hluta með þrist 18-16 en áfram var leikurinn jafn og æsispennandi um miðjann hlutann 24-24. Örn Sigurðarson og Gerald Robinson voru heitir fyrir Hauka en hjá Snæfelli voru fremstir Pálmi Freyr, Ryan Amoroso og Jón Ólafur “Nonni Mæju” en allir í liðunum voru þó vera að leggja vel að mörkum. Rosalegur leikur var í gangi í Hólminum þar sem staðan var 46-42 í hálfleik en ekkert í hendi hjá hvorugu liðinu.
 
Atkvæðamestir í liðunum voru hjá Snæfelli Nonni og Pálmi með 10 stig hvor og Nonni með 5 fráköst að auki en Ryan Amoroso var kominn með 9 stig og 6 fráköst. Í liði Hauka var Örn Sigurðarson kominn með 12 stig en Gerald Robinson 11 stig og 7 fráköst. Skrefi á eftir þeim var Semaj Inge kominn með 8 stig.
 
Snæfell bættu aðeins í upphafi þriðja hluta og komust í 54-43 með troðsli frá Ryan og þristum frá Nonna og Zeljko Bojovic. Snæfell tóku svo völdin á vellinum og sýndu sinn leik og styrk og voru komnir í 64-50. Sean Burton var þó kominn með 4 villur og fór til hvíldar á bekkinn. Pálmi Freyr var orðinn óstöðvandi hjá Snæfelli og teymdi lið sitt áfram en Haukar erfiðuðu í sínum aðgerðum. Snæfell leiddi eftir þiðja hluta 69-56 og höfðu tekið þriðja hluta í sínar hendur.
 
Snæfell hélt sér framan við Haukana um þetta 10-16 stig framan af fjórða hluta. Sean Burton fór útaf með 5 villur þegar 3 mínútur voru eftir af leiknum en Haukar voru að berjast við að finna þennan takt til að komast inn í leikinn en erfitt var að eiga við Ryan í teignum sem reif niður fráköstin og virðist hægt og bítandi vera að finna sitt form. Snæfell kláraði leikinn með stæl 87-73 og eru komnir í undanúrslit og mæta Stjörnunni.

Myndasafn úr leiknum eftir Þorstein Eyþórsson

 
Helsta tölfræði leikmanna.
 
Snæfell: Ryan Amoroso 27/15 fráköst. Sean Burton 14/5 fráköst/3 stoðsendingar/4 bolta náð. Pálmi Freyr Sigurgeirson 13/6 stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson 13/6 fráköst. Zeljko Bojovic 9/8 fráköst. Sveinn Arnar Davíðsson 6. Emil Þór Jóhannsson 4. Atli Rafn Hreinsson 1. Egill Egilsson 0. Kristján Andrésson 0. Daníel Kazmi 0. Baldur Þorleifsson 0.
 
Haukar: Gerald Robinson 22/14 fráköst. Semaj Inge 18/8 fráköst. Örn Sigurðarson 16/6 fráköst. Haukur Óskarsson 8. Sævar Haraldsson 6. Óskar Magnússon 2. Emil Barja 1. Sigurður Einarsson 0. Steinar Aronsson 0. Sveinn Ómar Sveinsson 0. Guðmundur Kári Sævarsson 0. Alex Óli Ívarsson 0.
 
Dómarar leiksins: Davíð K. Hreiðarsson og Jón Guðmundsson.
 
Ljósmynd/ Þorsteinn Eyþórsson
 
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín.
Fréttir
- Auglýsing -