spot_img
HomeFréttirSnæfell í 8-liða úrslit í unglingaflokki kvenna

Snæfell í 8-liða úrslit í unglingaflokki kvenna

Grindavíkurstúlkur léku í Hólminum í 16 liða úrslitum í bikarkeppni unglingaflokks kvenna síðasta föstudag og voru heimastúlkur búnar að endurheimta Berglindi Gunnarsdóttur úr meiðslum fyrir leikinn. Heimastúlkur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu 17-0 áður en fyrsta stigið kom hjá Grindavíkurstúlkum. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25-10. 
Annar leikhluti var í járnum þrátt fyrir að Snæfell hafði náð 38-17 forystu og liðin skoruðu 15 stig hvort og staðan í hálfleik 40-25. Heimastúlkur fengu frítt framlag frá öllum í fyrri hálfleik og nýttu sér það inn í þriðja leikhlutann sem þær unnu 25-18 og leiddu 65-43. Sigurinn var aldrei í hættu en Rannveig hjá Grindavík sýndi fína spretti í fjórða leikhluta en öflugar Snæfellsstúlkur ætluðu sér áfram í bikarkeppninni og sigruðu 75-57.
 
 
Stigaskor leikmanna Snæfells: Hildur Björg Kjartansdóttir 23 stig, Sara Mjöll Magnúsdóttir 14, Ellen Alfa Högnadóttir 13, Björg Guðrún Einarsdóttir 12, Berglind Gunnarsdóttir 11 og Rebekka Rán Karlsdóttir 2. Aníta Rún Sæþórsdóttir og Silja Katrín Davíðsdóttir léku en náðu ekki að skora.
 
 
Stigaskor Grindavíkurstúlkna: Rannveig Bjarnadóttir 17 stig, Jeanne Lois Sicat 10, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 9, Jóhanna Styrmisdóttir 8, Mary Jean Sicat 6, Katrín Rúnarsdóttir 4 og Ingibjörg Sigurðardóttir 3. Julia Lane Sicat náði ekki að skora.
 
Mynd/ Þorsteinn Eyþórsson
   
Fréttir
- Auglýsing -