22:00
{mosimage}
Liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar mættust í Keflvík þar sem Snæfellingar komu í heimsókn. Snæfellingar hafa verið á uppleið og Keflvík einnig að sigla góðan sjó og bæði lið staðráðin í að verma topp fjögur að lokinni deildarkeppni. Það voru Keflvíkingar sem voru einbeittari í byrjun og Snæfellingar voru hreinlega mjög slakir en unnu sig hægt inn í leikinn á meðan Keflavíkgaf eftir og Snæfell sigraði 81-73 í mikilvægri baráttu í efri hlutanum. Þeir valhoppandi síkátu dómarar Björgvin Rúnarsson og Einar Þór Skarphéðinsson voru mættir.
Leikurinn byrjaði varfærnislega og bæði lið settu þrista í fyrstu og jafnt var á með liðunum fram undir miðjan fyrsta hlutann þegar Keflavík jók hraðann á Snæfellinga og komust í 15-9 með því að keyra sig upp. Þeir komust svo í 20-9 og var Sigurður Þorsteins að fá að leika lausum hala og virtust Snæfellingar þungir í spori. Keflvíkingar héldu fenginni forystu út leikhlutann og leiddu 26-15 og virtust meira tilbúnir í leikinn svonaí fyrstu.
Snæfellingar héldu áfram að gera sér meira erfitt fyrir og rann skotklukkan æði oft út og þyngslin í sóknarleiknum voru mikil sem og vörnin var stíf. Keflvíkingar voru ekkert að hitta þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og liðin voru jafnari en flæðið var mun betra Keflavíkur megin varnarlega og uppskáru þeir klaufaleg viðbrögð Snæfellinga. Eftir tvo góða þrista frá Nonna og Subasic var annar leikur kominn í gang og Staðan var 30-27 fyrir Keflvík sem höfðu aðeins skorað 4 stig á móti 12 stigum Snæfells sem voru að síga í seinni part annars hluta og farnir að narta í hæla Keflvíkinga sem héldu Snæfelli samt frá sér síðustu sekúndur hlutans með stórumum þristum frá Herði og Sverri sem gaf þeim betra forskot inní hálfleik 40-33.
Hjá Keflavík var Siggi Þorsteins öflugur og var með 10 stig, 4 fráköst, 3 varin og 100% nýtingu í teignum og átti Hlynur erfitt með að kasta á hann böndum. Hörður 7 stig og 8 stoðs. Gunnar var með 7 stig og Jón Nordal með 6 stig og 6 fráköst. Hjá Snæfelli voru Nonni og Subasic með 9 stig hvor og Siggi Þorvald 8 stig. Hlynur var með 5 stig og 6 fráköst.
Annar bragur var á liði Snæfells þegar þeir komu til baka og jöfnuðu 41-41 strax í byrjun þriðja hluta. Wagner var að hressast eftir að hafa verið með einungis 2 stig í fyrri hálfleik og var að finna menn og körfuna líka en betur má ef duga skal og Keflvíkingar vour ekki á að láta buga sig þrátt fyrir smá vandræðagang í byjun og héldu velli, aðallega heimavelli, og náðu að skransa sig i gang og var jafnt á með liðunum yfir þriðja hluta en heimamenn leiddu 55-52 fyrir lokaátökin.
Gunnlaugur setti þrist fyrir Snæfellog jafnaði strax 55-55 og þegar Magni kom og setti 5 stig á eftir komust Snæfellingar í 55-60 og Keflavík tóku sér umræðutíma. Leikhlutinn varð æsilegri fyrir vikið og liðin spiluðu fastar og Keflavík komu einbeittari tilbaka en dugði ekki til því Snæfellingar voru að skjóta stærri körfum og héldu forystu þó Keflavík væru alltaf litlu skrefi á eftir en í stöðunni 68-71 þegar um 3 mín voru eftir settu Snæfellingar í gírinn og með Wagner fremstann settu þeir 7 stig hratt og komust í 11 stiga mun þegar 1:30 var eftir 68-79. Keflvíkingar sem voru langtum betri fyrri hluta leiksins gáfu eftir í fjórða hluta og Snæfellingar voru allt annað lið í seinni hlutanum. Wagner var sá sem gaf tóninn fyrir Snæfell sem gaf þeim gríðarlega mikilvægann sigur á Keflavík 73-81.
Hjá Keflavík var Hörður Axel með 17 stig og 12 stoðs. Jón Nordal með 16 stg og 15 frák. Siggi Þorsteins gaf eftir gegn Hlyn í seinni hálfleik og skoraði 14 stig og tók 5 frák. Hjá Snæfelli kom Wagner sterkur inn í seinni hlutan og setti 18 stig og tók 10 frák. Subasic og Siggi Þorvalds voru með 14 stig hvor og Nonni 12 stig. Hlynur kom betri í seinni hlutann og setti 12 stig og tók 13 frák.
Símon B. Hjaltalín.
Mynd úr safni: [email protected]



