Snæfell og Haukar hafa stigið margan dansinn í gegnum tíðina og á síðustu leiktíðum og fjörugir leikir að baki en í dag dönsuðu þær aftur í þessum liðum í Stykkishólmi. Snæfell í öðru sæti með 14 stig og Haukar í 7. Sæti með 6 stig.
Gangverk leiksins.
Sóknir beggja liða í upphafi voru hægar, þungar og lítið skorað en eftir fjögra mínútna leik var staðan 3-0 sem Snæfell breyttu þá í 5-0. Staðan eftir fyrsta hluta 11-5 fyrir heimastúlkur. Haukastúlkur með fullt sjálfstraust að mæta í Hólminn eftir tap Snæfells gegn Val og náðu að jafna 22-22 og voru að setja stóru skotin niður. Snæfell skelltu þá í 8-0 kafla, 30-22. Þegar staðan ver 31-23 settu
Anna Lóa og Þóra í tvo þrista og staðan snarlega orðin 33-29 sem voru hálfleikstölur. Snæfell keyrðu sig í gang og komust 11 stigum yfir 41-30. Haukastúlkur eru með nokkrar byssur meðferðis og héldu Þóra, Sólrún og Anna Lóa sínu liði gangandi og settu niður 3 þrista í röð, 46-39. Þó Haukar settu þetta niður leiddu Snæfell 58-48 fyrir lokafjórðunginn. Snæfell héldu um 10 stiga forystu út leikinn og lokatölur urðu 75-63.
Þáttaskil.
Snæfell komust 11 stigum yfir í upphafi seinni hálfleiks og voru að vanda varnarleikin sinn töluvert betur og gátu látið sóknirnar rúlla betur. Þessu héldu þær út leikinn og spiluðu mikið jafnari leik en í fyrri hálfleik.
Hetjan.
Aaryn Ellenberg var hetja leiksins en hún, þrátt látið fara lítið fyrir sér fara skoraði 33 stig og tók 7 fráköst og stal 4 boltum.
Tölurnar.
Í hálfleik var nýtingin ekki beisin, 33% 11/33 hjá Snæfelli og 20% 1/5 í þriggja stiga skotum á meðan Haukar voru í 41% 11/29 og 60% 6/10 í þriggja stiga skotum en heimastúlkur að taka fleiri skot og voru búnar að setja niður vítin sín 10 af 16. Haukastúlkur höfðu eingöngu farið einu sinni á vítalínuna 1/2. Haukar voru búnar að setja niður 10/19 í þristum 52% eftir þriðja hluta. Sæfell fengu 20 stig af 26 á vítalínunni sem var drjúgt. Hjá Snæfelli á eftur Aaryn var Berglind Gunnarsdóttir með 15 stig og 6 fráköst. Í liði Hauka endaði Kalia Shelton með 20 stig og 12 fráköst en henni næst var Þóra Kristín Jónsdóttir með 13 stig og 5 fráköst og var að spila vel.
Umfjöllun / Símon B Hjaltalín.
Mynd / Sumarliði Ásgeirsson



