spot_img
HomeFréttirSnæfell getur tryggt deildarmeistaratitilinn í dag

Snæfell getur tryggt deildarmeistaratitilinn í dag

Ríkjandi Íslandsmeistarar Snæfells geta í dag gulltryggt deildarmeistaratitilinn í Domino´s-deild kvenna með sigri gegn botnliði Grindavíkur. Liðin mætast í Röstinni í Grindavík kl. 16:30. Keflavík á enn möguleika á deildarmeistaratitlinum en verða þá að vinna sigur á Val í TM-Höllinni í dag.

Snæfell hefur 42 stig á toppi deildarinnar og Keflavík 40. Gefum okkur að bæði lið vinni sigur í dag er Snæfell með 44 stig á toppnum en Keflavík í 2. sæti með 42 stig. Þá gæti Keflavík aðeins jafnað Snæfell á toppnum með sigri gegn þeim í lokaumferðinni en þar kemur á daginn að Snæfell hefur unnið alla þrjá deildarleikina sem liðin hafa spilað svo Keflavík getur ekki snapað til sín innbyrðisviðureigninni. Til að Keflavík geti orðið deildarmeistari þar Snæfell að tapa í dag eða í lokaumferðinni og Keflavík að vinna báða sína leiki sem eftir eru.

Annað er nokkuð sett í stein. Grindavík er fallið, Haukar ljúka tímabili sínu að lokinni deildarkeppni og líka Njarðvík. Þá stóð barátta á milli Vals og Stjörnunnar um lokasætið í úrslitakeppninni en Stjörnukonur tryggðu sér sætið með sigri á Val í fjórðu deildarviðureign liðanna þann 8. mars síðastliðinn. Stjarnan fer inn í úrslitakeppnina í 4. sæti, Skallagrímur verður í 3. sæti þar sem liðið getur bara jafnað Keflavík að stigum og Keflavík er með betur innbyrðis. Eftir standa Keflavík og Snæfell sem berjast nú um deildarmeistaratitilinn. Þeirri baráttu gæti lokið í dag.

Staðan í Domino´s-deild kvenna

 
Nr. Lið L U T S Stig/Fen +/- Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. Snæfell 26 21 5 42 1895/1615 280 72.9/62.1 11/2 10/3 76.5/64.8 69.3/59.5 5/0 10/0 +11 +5 +7 5/1
2. Keflavík 26 20 6 40 1897/1587 310 73.0/61.0 10/3 10/3 74.5/62.2 71.5/59.8 5/0 8/2 +5 +3 +3 2/5
3. Skallagrímur 26 18 8 36 1916/1739 177 73.7/66.9 9/4 9/4 74.7/66.2 72.7/67.5 2/3 6/4 -2 -1 -1 2/1
4. Stjarnan 26 13 13 26 1746/1773 -27 67.2/68.2 9/4 4/9 68.4/66.2 65.9/70.2 1/4 4/6 -1 +1 -3 5/3
5. Valur 26 11 15 22 1903/1868 35 73.2/71.8 6/7 5/8 72.4/70.0 74.0/73.7 2/3 5/5 +1 +1 -1 2/4
6. Njarðvík 26 10 16 20 1771/1977 -206 68.1/76.0 6/7 4/9 70.5/74.7 65.7/77.4 2/3 3/7 -2 -1 -2 3/1
7. Haukar 26 7 19 14 1568/1796 -228 60.3/69.1 4/9 3/10 58.8/66.2 61.8/72.0 2/3 2/8 +1 -5 +1 3/5
8. Grindavík 26 4 22 8 1685/2026 -341 64.8/77.9 3/10 1/12 65.2/75.0 64.4/80.8 1/4 1/9 -1 +1 -7 2/4
Fréttir
- Auglýsing -