Í dag og í kvöld verður leikin heil umferð í Domino´s deild kvenna. Snæfell getur með sigri tryggt sér deildarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Valur og Keflavík hefja umferðina í dag kl. 15:00 í Vodafonehöllinni en hinir þrír leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.
Domino´s deild kvenna
15:00 Valur – Keflavík
19:15 Hamar – Snæfell
19:15 Njarðvík – KR
19:15 Grindavík – Haukar
1. deild karla
14:00 Augnablik – FSu
Þá er einnig leikið í yngri flokkum og fleiri neðri deildum í dag en alla leiki dagsins má sjá hér.
Mynd/ Sumarliði: Guðrún Gróa og Hólmarar hafa unnið 11 deildarleiki í röð og geta með sigri í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn.



