Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára í Domino´s-deild kvenna, Snæfell, geta komist í sannkallaðan úrvalshóp á þessari leiktíð takist þeim að landa Íslandsmeistaratitlinum fjórða árið í röð. Vissulega hafa spár manna og kvenna breyst eftir tíðindin um vistaskipti Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur samdi við Íslands- og bikarmeistarar Snæfells.
Aðeins tvö lið hafa unnið fjögur ár í röð en það eru ÍR og KR og bara KR hefur unnið fimm Íslandsmeistaratitla í röð. Snæfell getur því orðið þriðja liðið til að vinna fjögur ár í röð en líkt og fyrri tímabil er nóg af liðum þarna úti sem ætla sér stóra hluti.
Unnið 5 í röð
KR 1978-1983
Unnið 4 í röð
ÍR 1971-1975
Unnið 3 í röð
ÍR 1955-1958
KR 1984-1987
Keflavík 1987-1990
Keflavík 1991-1994
Keflavík 2002-2005
Snæfell 2013-2016