spot_img
HomeFréttirSnæfell búið að ráða erlendan leikmann

Snæfell búið að ráða erlendan leikmann

Snæfell hefur fundið eftirmann Sefton Barrett sem yfirgaf liðið fyrir jól. Christian David Covile heitir kauði og spilar sem bakvörður. Hann er 23. ára og útskrifaðist frá Adrian háskólanum í sumar.

 

Barrett var efstur í öllum tölfræðiþáttum liðsins með 21 stig, 11,3 fráköst og 3,1 stoðsendinu að meðaltali í leik. Ingi Þór gagnrýndi hugarfar leikmannsins nokkuð  í viðtölum fyrir jól.

 

Fréttir
- Auglýsing -