spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaSnæfell bætir í hópinn

Snæfell bætir í hópinn

Snæfell hefur samið við Danie Shafer um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum á dögunum.

Danie er 29 ára bandarískur bakvörður sem ætti að vera íslenskum körfuknattleiksunnendum kunn, en hún lék fyrir Vestra tímabilið 2021-22. Á síðasta tímabili lék hún fyrir Wasserburg í þýsku 1. deildinni, en með henni vann liðið sig upp í úrvalsdeildina.

Snæfell lék í Subway deildinni á nýliðnu tímabili, en þurfti að lúta í lægra haldi í umspili sínu gegn Tindastóli um að halda sæti sínu í deildinni. Þær munu því leika í fyrstu deildinni á komandi leiktíð.

Fréttir
- Auglýsing -