spot_img
HomeFréttirSnæfell áfram og Stjarnan jafnaði

Snæfell áfram og Stjarnan jafnaði

Snæfell vann Grindavík í kvöld 110-93 á heimavelli sínum í Stykkishólmi. Þar með sópa þeir Grindvíkingum inn í sumarið 2-0. Sean Burton var með 24 stig og 11 stoðsendingar fyrir Snæfell og Hlynur Bæringsson setti 23 stig og tók 14 fráköst. Hjá Grindavík var Páll Axel Vilbergsson með 28 stig og Darrell Flake 24.
Stjarnan jafnaði metin gegn Njarðvík með 91-95 sigri og þarf því oddaleik til að knýja fram úrslit en hann verður á fimmtudagskvöld. Justin Shouse skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir gestina og Djordje Pantelic skoraði 21 stig. Hjá Njarðvík var Magnús Gunnarsson með 19 stig og Nick Bradford 15 stig.
 
Meira seinna …
Fréttir
- Auglýsing -