spot_img
HomeFréttirSnæfell á siglingu

Snæfell á siglingu

Njarðvíkurstúlkur voru yfir til að byrja með 0-3 en þegar 2 mín voru liðnar komst Snæfell á blað og jöfnuðu 6-6 og svo 8-8. Varnir beggja liða var stíf til að byrja með og sérstaklega hjá gestunum grænu sem voru grimmari í byrjun. Kristen Green kom Snæfelli á sporið með tveimur þristum og var komin með 10 stig þegar 2 mín voru eftir af fyrsta fjórðung. Leikur var þó jafn fyrsta hlutann þó Snæfell hafi verið skrefi framar 21-17.
 
Annar hluti var mjög jafn og hart barist um hvern bolta þar sem bæði lið spiluðu fast. Bæði liðin ætla sér að berjast um hvert stig sem í boði er. Snæfell hélt sinni forystu vel og bætti aðeins í þrátt fyrir alltof mörg mistök í sókn seinni part hlutans sem skrifast einnig á seigar Njarðvíkurstelpur. Snæfell komst þó í 10 stiga forystu 40-30 með þrist frá Berglindi en Ína María Einarsdóttir setti eina ískalda á flautunni fyrir Njarðvík og staðan 40-33 í hálfleik.
 
Hjá Snæfelli var Kristen Green komin með 22 stig og Berglind 10 stig en hjá Njarðvík voru fleiri sem komu að stigaskorun og var Helga komin með 8 stig, Ólöf 7 stig, Ína 6 stig og Sigurlaug 5 stig, 7 frák og 4 stoðs.
 
Njarðvík kom með látum inn í byrjun seinni hálfleiks og komust nær 42-40 með brjálaðri vörn og skipulögðum sóknarleik sem skilaði þeim svo jöfnunarkörfu 48-48. Mikil harka var í leiknum og fuku villur á leikmenn, aðllega Snæfells þó. Kristen Green hélt sínu liði á floti komin með 28 stig en Ólöf hjá Njarðvík með 15 og staðan var 57-52 fyrir Snæfell fyrir lokahlutann.
 
Aftur komu Njarðvíkurstúlkur hressar í byrjun hlutans og náðu að jafna 59-59 og svo 61-61 Nokkurt fát kom á Snæfellsstúlkur í sóknarleiknum aðallega og svo fór Hrafnhildur Sævardóttir útaf með 5 villur og Kristen Green var með komin með 4 villur þegar 3 mín voru eftir og staðan 64-63 fyrir Snæfell. Njarðvík var samstillt og hélt haus en voru að mæta góðri vörn Snæfells einnig í lokin og setti Kristen 3 fyrir Snæfell og staðan var 67-63 lokamínútuna. Njarðvík braut af sér í lokin og kláraði Kristen Green af vítalínunni og sigraði Snæfell sinn annann leik 69-63.
 
Hörkuleikur beggja liða sem gat endað hvoru megin sem er. Hjá Snæfelli var Kristen Green með 36 stig og 10 fráköst og var allt í öllu. Berglind 12 stig og Gunnhildur 10 stig. Hjá Njarðvík var Ólöf drjúg með 20 stig. Helga 11 stig og 12 frák. Sigurlaug 9 stig og 12 frák. Harpa Hallgrímstók 12 frák.

Tölfræði leiksins

Myndasafn

 
Símon B Hjaltalín.

Mynd: Eyþór Benediktsson

 
Fréttir
- Auglýsing -