spot_img
HomeFréttirSnæfell 2-0 og skaut sér í undanúrslitin(Umfjöllun)

Snæfell 2-0 og skaut sér í undanúrslitin(Umfjöllun)

23:07

{mosimage}
(Stuðningsmenn Snæfells fögnuðu í leikslok)

Annar leikur í einvígi Snæfells og Njarðvíkur var háður í Fjárhúsinu í Hólminum í kvöld og voru Snæfellingar með 1-0 eftir sigur í Njarðvík 71-84. Heilmikið um að vera í þessari frábæru úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar. Dómarar þessa leiks voru Kristinn Óskarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson.

Snæfellingar byrjuðu af krafti og komust í 10-4 strax og voru að taka ágætis ,,run” og Njarðvíkingar voru að missa boltann klaufalega. Vörn Snæfells virkaði vel og skiptu þeir á milli svæði og maður á mann sem gekk ágætlega sem fékk Njarðvíkinga til að taka þröng og erfið skot sem geiguðu. Ekkert brjálað skor en 11-4 í fráköstum fyrir Snæfell sem leiddu 18-12 eftir 1. fjórðung.

{mosimage}

Njarðvíkingar voru að hrista af sér sperringinn og náðu að saxa á og jafna 20-20 en þó sóknir Snæfells rynnu út á kafla þá kom Justin þeim til bjargar með 3 stolnum boltum í röð og hélt mönnum við efnið. Enginn var afgerandi hjá Njarðvík en allir voru á einn eða annan hátt að gera sitt. Brenton og Bailey voru sprækir hjá Njarðvík þó vantaði fleiri með til að taka af skarið því Snæfellingar slökuðu eilítið á taumnum. Brenton og Bailey settu sín hvor 8 í fyrri hálfleik. Hjá Snæfell voru Siggi, Justin og Hlynur einnig með sín hvor 8 stig. Staðan í hálfleik 37-32 fyrir Snæfell.

Stelpurnar í Snæfell voru heiðraðar í hálfleiknum fyrir frábært gengi í 1. deildinni. Þær fóru taplausar í gegnum mótið og komu sér vel fyrir meðal hina bestu í úrvalsdeild kvenna og verða engir eftirbátar strákana á næsta tímabili.

Þriðju leikhluti fór nett af stað og ætluðu Njarðvíkingar að gera áhlaup sem varð til þess að þeir misstu boltann og urðu grimmari Snæfellingum að bráð sem tóku 16-7 kafla og settu leikinn í 53-39 þar sem Hlynur kveikti í húsinu með stolnum og troðslu. Sterk vörn fylgdi Snæfellingum og voru Njarðvíkingar samt á því að gefast ekki upp og var Guðmundur Jónsson heitur og setti þrjá þrista til að reyna að kveikja í sínum mönnum. Justin reyndist vera sá sem sá um stig Snæfells að mestu með 10 stig í 3. leikhluta og staðan 56-49 fyrir Snæfell fyrir lokaátökin.

{mosimage}

Njarðvíkingar komu brjálaðir inní byrjun 4. hluta og náðu að saxa í 3 stig 56-53 þegar Bailey fékk sína 4. villu og Anders Katholm setti tvo þrista í röð. Liðin skiptust svo á að skora en Snæfell átti lengst um 8-10 stiga forskot. Njarðvíkingar voru að brjótast út en vantaði alltaf herslumuninn og voru flestir sem voru inná að spila vel. Snæfellingar gerðust á kafla kærulausir í sendingum og voru að fálmast en drifkrafturinn var meiri þeim megin með hertri vörn Magna og Hlyns sem voru gríðalega fastir fyrir og svo skutu Subasic og Justin Snæfell til sigurs í lokin með sitthvorum þristinum og endahnúturinn var bundinn af nýkjörnum íþróttamanni Snæfells, Sigurði Þorvalds sem tróð með tilþrifum eftir háloftasendingu. Snæfellingar voru staðráðnir í lokin að fara ekki aftur til Njarðvíkur og kláruðu dæmið 80-66 og eru komnir í undanúrslitin.

Flestir spiluðu vel hjá Snæfelli og var Justin með 21 stig og Subasic 14. Magni 8 stig og Hlynur 12 stig voru með tökin á vörninni og munar verulega um þá frændur. Siggi setti 12 og var ásamt Anders 8 stig gríðalega sterkur á réttum augnablikum.

{mosimage}

Njarðvíkingar komu varkárir til að byrja með og sóttu á eftir því sem á leikinn leið og áttu gríðarlega spretti á köflum en sprungu eftir mikil áhlaup. Bailey var með 21 stig og var þeirra sterkastur ásamt Guðmundi 10 stig sem átti geysigóða spretti og fékk oft það erfiða hlutskipti að spila vörn á Justin Shouse. Brenton setti 12 stig og var að reyna að komast inn í leikinn og átti sín augnablik en átti ekki oft erindi og Njarðvíkingar komnir í sumarfrí þetta tímabilið þrátt fyrir að hafa sótt á með góðum karakter.

Tölfræði leiksins

Texti og myndir: Símon B. Hjaltalín

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -