spot_img
HomeFréttirSmush Parker ekki áfram hjá Lakers

Smush Parker ekki áfram hjá Lakers

Sample Image
(Jackson hefur tiltektir hjá Lakers)

Phil Jackson, þjálfari L.A. Lakers tilkynnti í gær að leikstjórnandi liðsins, Smush Parker yrði ekki hjá liðinu á næstu leiktíð.  Parker verður samningslaus í sumar og þarf þá að finna sér nýtt félag.

Parker sem kom til Lakers fyrir leiktímabilið í fyrra hafði fyrir úrslitakeppnina í ár byrjað inná í 167 leikjum af 169 fyrir liðið en það var svo nýliðinn Jordan Farmar sem tók stöðu hans í úrslitakeppninni.

“Smush er leikmaður sem við munum ekki leitast eftir að komi og spili með okkur áfram” sagði Jackson við fjölmiðla í gær.

Parker gaf svo í skyn við sama tækifæri að hann væri ekki ósáttur við að fara frá félaginu en hann var næst launalægsti leikmaður þess þrátt fyrir nokkra ára reynslu í deildinni en hann hefur áður leikið með Cleveland, Phoenix og Detroit.  Fyrir tímabilið fór hann fram á launahækkun en fékk ekki. Eftir það hafa samskipti hans og Phil Jackson verið heldur stirð.

Líklegt er talið að Lakers reyni að næla sér í nýjan leikstjórnanda í sumar. Farmar er efnilegur en langt frá því að vera tilbúinn í að vera lykilmaður í Lakers liðinu.

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -