spot_img
HomeFréttirSmith til Grindavíkur: Guðlaugur áfram

Smith til Grindavíkur: Guðlaugur áfram

 
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við Andre Smith sem er 25 ára bakvörður og hefur m.a. leikið hefur með George Mason háskólanum. Þá hefur stórskyttan Guðlaugur Eyjólfsson ákveðið að halda áfram með gulum. Þetta kemur fram á www.umfg.is
Á visir.is er fjallað um kappann Smith en hann er mikil þriggja stiga skytta.
Andre Smith, kallaður Dre, komst í sögubækurnar vorið 2008 þegar hann hitti úr öllum tíu þriggja stiga skotum sínum í leik með George Mason á móti James Madison en þrír menn höfðu áður mest hitt úr 9 þriggja stiga skotum í leik í bandarísku NCAA-deildinni án þess að klikka.
 
Fréttir
- Auglýsing -