spot_img
HomeFréttirSmáþjóðahópur kvenna valinn í kvöld

Smáþjóðahópur kvenna valinn í kvöld

Nú styttist óðar í Smáþjóðaleikana og því fer að líða að vali í landsliðshópana. Ívar Ásgrímsson mun í kvöld velja kvennalandsliðið en karlalandsliðið verður svo valið í vikulok.

Körfuknattleikskeppni Smáþjóðaleikanna hefst 2. júní og stendur til 6. júní. Kvennalið Íslands ríður á vaðið 2. júní er liðið mætir Möltu kl. 19:30.

Arnar Guðjónsson annar tveggja aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins sagði við Karfan.is að 12 manna lokahópur fyrir Smáþjóðaleikana yrði valinn nú í vikulok og líklega yrði heildartalan 14 þar sem tveir yrðu áfram valdir til að æfa með liðinu. Eins og gefur að skilja verður Jón Arnór Stefánsson leikmaður Unicaja Malaga á Spáni ekki með í þessu verkefni þar sem hann er nú kominn á fullt í úrslitakeppni ACB deildarinnar með sínum mönnum. Aðrir atvinnumenn hafa lokið keppni með sínum félagsliðum. 

Ívar Ásgrímsson þjálfari kvennalandsliðsins sagði Karfan.is að búið væri að skera kvennahópinn niður í 14 leikmenn og að 12 manna lokahópurinn yrði valinn í kvöld. Sagði Ívar rétt eins og Arnar að áfram yrðu 2-3 leikmenn í kringum liðið. Þessir leikmenn í kvennaflokki verða svo áfram og æfa með liðinu í undirbúningi sínum fyrir æfingaleikina í Danmörku í júlímánuði. 

Tengt efni: Leikjaniðurröðun Smáþjóðaleikanna

Mynd/ Helena Sverrisdóttir leikmaður íslenska landsliðsins í leik gegn Dönum síðasta sumar.

Fréttir
- Auglýsing -