spot_img
HomeFréttirSlóvaskur landsliðsmaður til Keflavíkur

Slóvaskur landsliðsmaður til Keflavíkur

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við slóvaska landsliðsmanninn Marek Dolezaj um að spila með karlaliði félagsins í Subway deildinni á komandi leiktíð. Þetta tilkynnti liðið fyrr í dag. Tilkynningu Keflavíkur má finna í heild sinni hér að neðan:

Marek er 25 ára, 208 cm hár og leikur í stöðu framherja. Hann spilaði í Syracuse háskólanum í NCAA deildinni með góðum árangri og hefur einnig spilað í Grikklandi, Ungverjalandi og Þýskalandi.

Pétur þjálfari var virkilega ánægður þegar samningar náðust við Marek. “Þarna erum við að fá gríðarlega öflugan leikmann sem hefur lengi verið á radarnum hjá mér. Marek er fjölhæfur leikmaður, kom úr góðum háskóla, spilaði með syni mínum í þýsku deildinni og hann hefur ekkert nema gott um hann að segja. Ég er því fullviss um að hann á eftir að spjara sig vel í Subway deildinni og ég bind miklar vonir við að sýni allar sínar bestu hliðar”

Fréttir
- Auglýsing -