spot_img
HomeFréttirSlegnir út af Suðurnesjaliði fimm ár í röð

Slegnir út af Suðurnesjaliði fimm ár í röð

13:42
{mosimage}

(Mikið mun mæða á Hlyn Bæringssyni í liði Snæfells í dag) 

Sagan er svo sannarlega með Njarðvíkingum í undanúrslitaleik þeirra við Snæfell í Lýsingarbikar karla í Njarðvík í dag. Njarðvíkingar hafa unnið sjö heimaleiki í röð í bikarnum og ennfremur 18 af síðustu 20 bikarleikjum í Ljónagryfjunni á sama tíma og Snæfellingar hafa aldrei unnið bikarleik á Suðurnesjum og hafa verið slegnir út af Suðurnesjaliði fimm tímabil í röð. Frá þessu er greint á www.visir.is  

Njarðvíkingar hafa unnið alla heimaleiki sína í bikarnum frá 1990 fyrir utan tvo leiki við KR árið 2000. KR vann þá undanúrslitaleik liðanna í Ljónagryfjunni 24. janúar og fylgdi því eftir með því að slá Njarðvík út úr 16 liða úrslitunum á sama stað 10. desember. Njarðvíkurliðið hefur unnið alla hina 18 heimaleiki sína frá því að núverandi fyrirkomulag var tekið upp 1990 en fyrir þann tíma var spilað heima og að heiman. 

Til þess að lesa alla greinina smellið hér!

Fréttir
- Auglýsing -