spot_img
HomeFréttirSlavica Dimovska til Hauka

Slavica Dimovska til Hauka

12:04

{mosimage}
(Slavica mun spila í rauðu á næstu leiktíð)

Eins og fram kemur á heimasíðu Hauka hefur kvennalið félagsins ákveðið að styrkja sig fyrir slaginn í IE-deildinni og hafa ráðið til sín erlendan leikmann. Leikmaður þessi er öllum hnútum kunnugur í deildinni en þetta er fyrrum leikmaður Fjölnis Slavica Dimovska.

Slavica kemur frá Makedóníu og hefur verið fastamaður í landsliði þeirra. Hún spilaði fjóra leiki með Makedónum í B deild Evrópukeppninnar nú í september og gerði í þeim 11,3 stig að meðaltali var með 4,5 fráköst og 2,5 stoðsendingar. Hún leiðir lista í stolnum boltum og er í 6. sæti yfir bestu þriggjastiga nýtinguna.

Þessi 23 ára bakvörður fór hreinlega á kostum í Iceland Express deildinni á síðustu leiktíð og skoraði Slavica 24,1 stig að meðaltali, var með 7,3 fráköst og gaf 4,3 stoðsendingar

„Við höfum kannski ekki haft augastað á henni lengi en hún hreyf okkur þegar hún spilaði fyrir Fjölni og er klárlega styrkur fyrir liðið sem að gefur okkur vissa möguleika.” sagði Yngvi Páll Gunnlaugsson þjálfari Hauka þegar karfan.is heyrði í honum hljóðið.

„Hún kemur beint inn sem bakvörður en við erum með ungar stelpur sem vilja verða betri og þær gera það með því að spila fleiri stöður á vellinum, þannig að hún kemur til með að spila ás, tvist.”

En ætla Haukarnir sér stóra hluti í ár? „Við ætlum okkur alltaf stóra hluti. Markmiðið í fyrra var að vera í stöðu um að berjast um titla og það er sama markmið núna. Við förum allavega ekki að minnka markmiðin milli ára” sagði Yngvi að lokum

[email protected]

Mynd: Símon Hjaltalín

Fréttir
- Auglýsing -