spot_img
HomeSubway deildinSubway deild kvennaSláturtíðin heldur áfram í Keflavík

Sláturtíðin heldur áfram í Keflavík

Keflavíkurstúlkur tóku í kvöld á móti Haukastúlkum. Keflvíkingar sátu fyrir leikinn í fyrsta sæti dominos deildar kvenna ásamt KR og Snæfell með 16 stig. Gestirnir frá Haukum voru aftur á móti í sjöunda sæti, 10 stigum á eftir Keflavík. Keflavíkur stúlkur eru á mikilli siglingu eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjunum sínum í deildinni, hafa þær unnið átta leiki í röð. Haukar mæta til leiks með sigur á móti Breiðablik í síðasta leik eftir að hafa tapað sex leikjum í röð.

Liðin byrjuðu bæði leikinn af fullum krafti, Keflavíkurstúlkur fóru þó fljótlega að búa sér til smá forystu og eftir rúmlega 4 mínútna leik í stöðunni 15 – 6 tók Ólöf Helga þjálfari Hauka leikhlé. Leikhléið var þó ekki nóg til að draga úr heimastúlkum og þær héldu áfram að raða niður stigum og spila hörku vörn. Staðan eftir fyrsta leikhluta 34 – 25.

Haukastúlkur byrjuðu annan leikhluta vel og skoruðu fyrstu 5 stigin. Mikið hægðist á leiknum um miðbik leikhlutans þar sem dómararnir blésu í flautuna eins og enginn væri morgundagurinn, samtals 6 villur á tæpum 2 mínútum. Haukar komust næst tveim stigum frá Keflavík en góður lokakafli Keflavíkurstúlkna tryggði þeim ágætta forystu í hálfleik 56 – 48.

Brittanny Dinkins besti leikmaðurinn á vellinum og LeLe Hardy voru hvíldar meirihluta þriðja leikhluta. Keflavíkurstúlkur juku forystu sína fyrri hluta leikhlutans en Haukastúlkur náðu að minnka hana niður í 6 stig  á lokamínútum þriðja leikhluta. Staðan fyrir fjórða leikhluta 77 – 71.

Keflavíkurstúlkur héldu vel á spilunum í fjórða leikhluta. Brittanny Dinkins var hreint út sagt frábær eftir góða hvíld í þriðja leikhluta. Lokatölur 97 – 88.

Byrjunarlið:
Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir, Katla Rún Garðarsdóttir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Brittanny Dinkins og Írena Sól Jónsdóttir.
Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir, Rósa Björk Pétursdóttir, Bríet Lilja Sigurðardóttir, Eva Margrét Kristjánsdóttir og LeLe Hardy.

Þáttaskil:
Erfitt er að benda á einhver þáttaskil í leiknum. Þrátt fyrir jafnan leik fram eftir öllu leið manni alltaf eins og Keflavík hefði Hauka nákvæmlega þar sem þær vildu hafa þær.

Tölfræðin lýgur ekki:
Keflavík hitti betur(52% – 36%), skoraði miklu meira úr hraðaupphlaupum (28 – 5) og fengu meira frá bekknum en Haukar (33 – 16).

Hetjan:
LeLe Hardy átti góðan leik, skilaði 29 stigum, 14 fráköstum og 31 framlagspunktum. En Brittanny Dinkins var lang best á vellinum með 34 stig, 10 fráköst, 11 stoðsendingar og 49 framlagspunkta.

Kjarninn:
Lið Keflavíkur er það gott að blaðamaður trúir því að þær gætu teflt fram tveim liðum í úrvalsdeild og bæði myndu enda ofarlega. Þrátt fyrir að varnarleikur Keflavíkur hafi á köflum ekki verið nógu góður og á sama tíma er hægt að hrósa Haukum fyrir fínan sóknaleik. Þá var sóknaleikur Keflavíkurstúlkna til fyrirmyndar. Jafnvel þótt Haukar hafi reglulega komið sér á blaði inn í leikinn var eins og þær ættu aldrei neinn séns í geysi sterkt lið Keflavíkur.

Tölfræði

Viðtöl

Fréttir
- Auglýsing -