spot_img
HomeFréttirSlátrun hjá Nymburk gegn Hibernia

Slátrun hjá Nymburk gegn Hibernia

 

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Nymburk spiluðu í kvöld gegn liði Hibernia.  Nymburk hófu strax að þjarma hart að gestgjöfum sínum og eftir fyrsta leikhluta var staðan 7:31 Nymburk í vil. Skemmst frá því að segja fóru leikar þannig að Nymburk skoraði 121 stig gegn 45 stigum Hibernia og eins og tölurnar gefa til kynna, alger slátrun.  Hörður Axel spilaði 13 mínútur tæpar og setti á þeim 10 stig tók 4 fráköst og sendi 4 stoðsendingar.  Nymburk endar riðlakeppnina í öðru sæti F riðils. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -