spot_img
HomeFréttirSlagsmálahundarnir í lokahóp Grikklands

Slagsmálahundarnir í lokahóp Grikklands

Gríska körfuknattleikssambandið tilkynnti lokahóp landsliðsins fyrir Eurobasket í gær. Liðið er gríðarlega sterkt þrátt fyrir að helsta stjarna þeirra og mótsins Giannis Antetokounmpo hafi þurft að draga sig úr liðinu vegna meiðsla fyrir einungis viku síðan. 

 

Níu leikmenn af tólf í lokahópnum koma úr Olympiacos og Panathinakos úr grísku úrvalsdeildinni enda lang bestu lið þeirra deildar.  Gríski vefmiðillinn SDNA greindi frá því að leikmenn liðsins, þeir Giannis Bourousis og Nikos Pappas hafi í gærmorgun slegist á hóteli gríska landsliðsins. Þeir eru báðir í lokahópnum fyrir Eurobasket og því ljóst að möguleiki er á enn meiri látum í kringum liðið. 

 

Grikkland mætir Íslandi í fyrsta leik mótsins kl 13:30 fimmtudaginn 31. ágúst og verður spennandi að sjá þessa leikmenn mæta Íslenska liðinu.

 

Lokahópur Gríska landsliðsins:

Nick Calathes – Panathinaikos

Kostas Sloukas – Fenerbache 

Vangelis Mantzaris – Olympiacos

Nikos Pappas – Panathinaikos

Kostas Papanikolaou – Olympiacos

Ioannis Papapetrou – Olympiacos 

Thanasis Antetokounmpo – Panathinaikos 

Georgios Printezis – Olympiacos

Dimitrios Agravanis – Olympiacos 

Giannis Bourousis – Guangdong

George Papagiannis – Sacramento Kings

Georgios Bogris – Olympiacos

Fréttir
- Auglýsing -