spot_img
HomeFréttirSlær Bobby Knight met á mánudaginn?

Slær Bobby Knight met á mánudaginn?

17:00 

{mosimage}

Íslandsvinurinn og sá mjög umdeildi Bobby Knight hefur þjálfað körfuknattleikslið í efstu deild NCAA í 41 keppnistímabil. Sem þjálfari hafa lið hans þrisvar sinnum unnið NCAA úrslitakeppnina. Lið Bobby hafa sigrað í 879 leikjum. Þann 1. janúar nk. mun lið hans Texas Tech (gælunafn Red Raiders) leika við New Mexico (Lobos) á heimavelli og á Bobby Knight möguleika á því að slá sigrametið í efstu deild NCAA. Bobby hefur þjálfað Texas Tech í nokkur ár og hefur liðinu gengið ágætlega og komist reglulega í NCAA úrslitakepnnina. Í ár hefur liðið sigrað í 10 leikjum og tapað 4. Texas er í hinum sterka Big 12 riðli. Texas leikur hraðari bolta en Indiana gerði áður fyrr undir stjórn Bobby. New Mexico leikur í Mountain West riðlinum og hefur leikið vel í ár, 11 sigrar og 3 töp. Liðið leikur hraðan bolta og skorar mikið. Það má því búast við hörkuleið á mánudaginn. 

 

Það er aðallega þrennt sem hefur einkennt herra Knight sem þjálfara: Skapið hans, maður á mann vörn sem leggur mikla áherslu á hjálparvörn og “motion” sóknarleikur hans. Fyrir þjálfara og áhugamenn um góðan körfuknattleik þá var það gulls ígildi að horfa á Indiana leika undir stjórn Bobby Knight. Samt sem áður þá má setja mörg spurningarmerki um persónu Bobby og hvernig hann hefur hagað sér. Kannski er hægt að lýsa manninum með einni setningu sem einn leikmaður úr einu gullaldarliði Indiana sagði um þjálfara sinn. “Bobby Knight er frábær þjálfari en ég myndi aldrei láta son minn leika fyrir hann.”

Fréttir
- Auglýsing -