spot_img
HomeFréttirSlæm tognun hjá Frye

Slæm tognun hjá Frye

Stjörnumenn eins og frægt er orðið misstu Jarrid Frye af velli í fyrri hálfleik í gær í oddaviðureign sinni gegn Grindavík. Frye meiddist er hann lenti á fæti Þorleifs Ólafssonar í Grindavíkurliðnu eftir þriggja stiga skot. Um slæma tognun var að ræða hjá Frye en um tíma var óttast að um alvarlegri meiðsli væri að ræða.
 
Frye sem vanalega leikur með ökklahlífar gerði það ekki í gær. Hann var einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í vetur og nokkuð ljóst að leikurinn hefði getað þróast á annan veg með hann innan vallar en það er önnur saga og hressandi tíðindi að meiðslin skuli ekki vera verri en raun ber vitni.
 
Mynd/ Heiða
  
Fréttir
- Auglýsing -