Ísland hefur leik á Eurobasket í dag kl 13:30 á Íslenskum tíma. Andstæðingur dagins er Grikkland sem varð fyrir mikilli blóðtöku á dögunum þegar ljóst var að Giannis Antotekounmpo leikmaður Miwaukee Bucks yrði ekki með vegna "meiðsla". Þá hefur einnig óeiningu gætt hjá liðinu utan vallar en leikmenn slógust um daginn og það vegna annara hluta en körfubolta.
Njósnadeild Karfan.is hefur legið yfir andstæðingum dagsins og skilaði af sér skýrslu í rétt tæka tíð fyrir fyrsta leik. Hér að neðan má finna allar helstu upplýsingar um andstæðing dagsins:
Tólf manna hópur Grikklands og fjöldi landsleikja:
Nick Calathes (Panathinaikos – PG) 68 leikir
Kostas Sloukas (Fenerbahçe – PG) 60 leikir
Vangelis Mantzaris (Olympiakos – G) 69 leikir
Nikos Pappas (Panathinaikos – SG) 63 leikir
Kostas Papanikolaou (Olympiakos – SF) 66 leikir
Ioannis Papapetrou (Olympiakos – F) 69 leikir
Georgios Printezis (Olympiakos – PF) 63 leikir
Dimitrios Agravanis (Olympiakos – PF) 51 leikir
Thanasis Antetokounmpo (Andorra – F) 34 leikir
George Papagiannis (Sacramento Kings) 22 leikir
Georgios Bogris (Tenerife – C) 54 leikir
Ioannis Bourousis (Panathinaikos – C) 68 leikir
Helstu upplýsingar:
Meðalaldur liðs: 26.5 ára
Fjöldi leikmanna á aldrinum 20-25 ára: 3 leikmenn
Fjöldi leikmanna á aldrinum 25-30 ára: 7 leikmenn
Fjöldi leikmanna eldri en 30 ára: 2 leikmenn
Yngsti leikmaður liðsins: George Papagiannis – 20 ára
Elsti leikmaður liðsins: Ioannis Bourousis – 33 ára
Meðalhæð hópsins: 203.8 cm
Minnsti leikmaður liðsins: Kostas Sloukas – 1.92 cm
Hæsti leikmaður liðsins: George Papagiannis – 2.17 cm
Æfingaleikir Grikklands í undirbúning fyrir Eurobasket: (6-3)
7. ágúst – Grikkland-Rúmenía: 106-48
8. ágúst – Grikkland-Bretland: 92-64
11. ágúst – Grikkland-Svartfjallaland: 83-81
12. ágúst – Grikkland-Serbía: 61-93
18. ágúst – Grikkland-Bretland: 72-68
19. ágúst – Grikkland-Bretland: 88-84
23. ágúst – Grikkland-Georgía: 71-72
24. ágúst – Grikkland-Ítalía: 73-70
25. ágúst – Grikkland-Serbía: 67-69
Fjarverandi leikmenn eða á meiðslalista:
Vassilis Spanoulis og Nikos Zisis hafa lagt landsliðsskónna á hilluna. Koustas Koufos og Giannis Antetokounmpo eru meiddir.
Lykilleikmaður:
Georgios Printezis – Olympiakos.
Printezis er 32 ára leikmaður Olympiakos en hann leikur sem kraftframherji. Hann var valinn númer 58 af San Antonio Spurs í nýliðavalinu 2007 en á engan leik með liðinu að baki. Hann hefur leikið með Olympiakos meirihluta síns ferils fyrir utan tvö ár hjá Unicaja Malaga á Spáni. Georgios hefur tvisvar orðið Euroleague meistari árin 2012 og 2013 með Olympiakios.
Á þessu ári var hann valinn í úrvalslið Euroleague eftir að lið hans komst í úrslitaleik keppninnar. Hann er með fínt skot og er virkilega erfiður viðureignar inní teig andstæðingsins.
Hverjum á að fylgjast með:
George Papagiannis – Sacramento Kings.
Eini NBA leikmaður Grikklands í þessum hóp kemur frá Sacramento Kings en hann hefur leikið 22 leiki fyrir félagið á síðustu leiktíð. Hann var valinn númer 13 í nýliðavalinu árið 2016 af Pheonix Suns. Á nýliðavalskvöldinu var honum svo skipt til Sacramento Kings fyrir valréttinn á Marquese Chriss. Valið vakti athygli á sínum tíma þar sem flestir bjuggust við að Pappagiannis myndi vera valin í seinni umferð nýliðavalsins auk þess sem liðið átti nokkra hávaxna miðherja í liðinu og hafði þáverandi liðsfélagi hans DeMarcus Cousins skoðun á þessu vali:
Lord give me the strength _x1f64f__x1f3ff_
— DeMarcus Cousins (@boogiecousins) June 24, 2016
Papagiannis er mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum Kings eftir fyrsta tímabilið. Hann setur virkilega góðar hindranir til að búa til góð skot fyrir liðsfélaga sína. Hann er 218 cm og er því mikil ógn í teignum á báðum endum vallarins.
Styrkleikar og veikleikar:
Varnarleikur liðsins hefur ekki verið nægilega sterkur síðustu misseri en það hefur verið aðalsmerki Grikklands síðustu ár. Liðið ætlaði að nýta sér hraða og styrk til að verjast á hálfum velli og ná í auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum. Það hefur hinsvegar gengið brösuglega í undankeppni Ólympíuleikanna og í æfingaleikjunum. Jafnvel þó Giannis Antetokounmpo hafi verið með svo ekki batnar ástandið með hann frá.
Liðið er með sterkan hóp þar sem allir leikmenn eiga að geta lagt eitthvað til. Margir leikmenn hafa sigurhefðina í sér þar sem grísk liða hafa náð góðum árangri í Euroleague og öðrum stigum evrópsks körfubolta. Liðið hefur unga leikmenn á borð við George Papagiannis sem fá tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu.
Heimildir / Eurohoops.net og bebasket.fr
Mynd / FIBA