spot_img
HomeFréttirSkýr skilaboð í fyrsta leik frá KR

Skýr skilaboð í fyrsta leik frá KR

KR sendu nokkuð skýr skilaboð þegar þeir komu Grindvíkingum aftur niður á jörðina eftir háflug hingað til í úrslitakeppninni.  98:65 urðu lokatölur í fyrsta leiknum sem háður var í kvöld í DHL höllinni.  Jafnt var á tölum fyrstu mínútur leiksins en KR leiddi með 13 stigum í hálfleik og völtuðu svo yfir gesti sína í þriðja leikhluta.  PJ Alowoya var stigahæstur í jöfnu liði KR með 22 stig en hjá Grindavík var Dagur Kár Jónsson með 18 stig.  

 

1:0 fyrir KR og næsti leikur í Grindavík á Föstudagskvöld.  Meira um leikinn síðar í kvöld

Fréttir
- Auglýsing -