spot_img
HomeFréttirSkyldusigur hjá Keflvíkingum

Skyldusigur hjá Keflvíkingum

 Keflvíkingar sigruðu Valsmenn nokkuð auðveldlega þó svo að munurinn í lok leiks hafi ekki verið neitt gríðarlega mikill. Lokastaðan 106:92 og Keflvíkingar halda sér í toppsætinu með KR eftir sigurinn en Valsmenn sitja sem fastast á botni deildarinnar. 
 
Skemmst frá því að segja þá voru Keflvíkingar betri aðilinn frá upphafi leiks og höfðu komið sér í þægilegt forskot strax í hálfleik þegar þeir leiddu 50:39.  Eins og búist var við þá var leikurinn eign Keflvíkinga og þegar best við lét hjá þeim þá var munurinn 21 stig. Michael Craion hélt sínum dampi áfram og setti 30 stig og tók 12 fráköst en hjá Valsmönnum var Christ Woods með tröllatvennu í 43 stigum og 14 fráköstum. 
 
Mynd: DÓ
Fréttir
- Auglýsing -