spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSkrifar undir fyrsta samninginn

Skrifar undir fyrsta samninginn

Bjarni Jóhann Halldórsson hefur samið við ÍR fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla.

Bjarni er 17 ára og að upplagi úr ÍR og hefur farið í gegnum allt yngri flokka starf hjá þeim, en samningurinn sem hann gerir mun vera sá fyrsti sem hann gerir við félagið. Þjálfari liðsins, Borche Ilievski, hefur fylgst vel með Bjarna síðasta vetur og segir í tilkynningu „Mér líkaði strax við vinnusemina hjá Bjarna og hvernig hann nálgast æfingar og leik. Hann er agaður, metnaðarfullur og tilbúinn að leggja hart að sér – nákvæmlega það sem við viljum sjá frá ungum leikmönnum.“

Fréttir
- Auglýsing -