spot_img
HomeFréttirSkrifað undir á Ísafirði

Skrifað undir á Ísafirði

18:00

{mosimage}

KFÍ skrifaði undir nýja samninga við tvo leikmenn hjá sér, þá Birgir Björn Pétursson og Pance Ilievski. Þetta kemur fram á heimasíðu KFÍ. Samningur Birgis er til eins árs á meðan samningur Pance er til þriggja ára.

Birgir er miðherji sem er uppalinn KFÍ-maður en hann lék eitt tímabil með Þór úr Þorlákshöfn.

Pance hefur gert langtímasamning við Ísfirðinga og mun leika með þeim næstu þrjú tímabil en hann hefur leikið undanfarin tvö ár með þeim.

[email protected]

Mynd: KFÍ.is

Fréttir
- Auglýsing -