spot_img
HomeFréttirSkráning í gangi á Legends-mót Selfoss körfu

Skráning í gangi á Legends-mót Selfoss körfu

Laugardaginn 3. febrúar 2024 heldur Selfoss karfa sitt fyrsta Legends-mót í körfubolta. Mótið mun fara fram í Vallaskóla, heimavelli Selfoss körfu. Keppt verður í þremur flokkum; Karlar 25-39 ára, karlar 40 ára og eldri og konur 20 ára og eldri.

Eftir keppni og verðlaunaafhendingu verður matarveisla, kvöldskemmtun, Pub quiz á milli liða og fleira skemmtilegt á Hótel Selfossi, sem bíður sérstakt körfuboltatilboð á gistingu þessa helgi.

Skráning og nánari upplýsingar hér  

Fréttir
- Auglýsing -