spot_img
HomeFréttirSkráning hafin í körfuboltabúðir Tindastóls

Skráning hafin í körfuboltabúðir Tindastóls

Frá og með deginum í dag verður byrjað að taka við almennum skráningum í körfuboltabúðir Tindastóls sem haldnar verða 12. – 19. júní. Einnig hefur verið opnað fyrir skráningar á þjálfaranámskeiðið 10. og 11. júní.

 
Í búðunum verða fjórir erlendir þjálfarar auk yfirþjálfara Tindastóls, Borce Ilievski, sem jafnframt er stjórnandi búðanna. Þjálfararnir eru Luigi Gresta frá Ítalíu, Israel Martín frá Spáni, Perry Hunter frá Bandaríkjunum og Goran Miljevic frá Serbíu.

 
 
Í búðunum verður dagskráin þétt frá morgni til kvölds með smá hvíldartíma yfir daginn. Þarna gefst krökkum á aldrinum 12-18 ára kostur á að æfa körfubolta undir stjórna frábærra þjálfara, en minniboltakrakkar, 10 og 11 ára eiga þess kost að æfa einu sinni á dag í klukkutíma. Kostnaðurinn fyrir minniboltaæfingarnar er kr. 3500.-
 
Æfingahluti búðanna kostar 12.000 krónur en verði þátttakendur bæði í gistingu og fæði, bætast 27 þúsund krónur við gjaldið og það verður því samanlagt 39.000 krónur.
 
Þjálfaranámskeið verður haldið 10. og 11. júní og þar verða hinir erlendu þjálfarar búðanna einnig með fyrirlestra fyrir þjálfara auk Borce Ilievski. Dagskrá námskeiðsins er í mótun og verður gerð lýðnum ljós innan fárra daga. Það er langt síðan að svona námskeiði hefur verið pakkað saman á tvo daga á Íslandi og því er þetta tilvalið tækifæri fyrir íslenska þjálfara að koma og fylgjast með þessum reyndu þjálfurum sem hafa eflaust ýmislegt fram að færa.
 
Nú þegar hafa um 70 þátttakendur skráð sig í búðirnar, þar af um 12 í minniboltann. Ennþá er því pláss fyrir aðkomukrakka og hvetjum við alla til að hafa hraðann á við skráningar. Áætlað er að taka á móti 100 krökkum í búðirnar.
 
Allar nánari upplýsingar er að finna hér á heimasíðunni, undir tenglinum Körfuboltabúðir 2011 vinstra megin á síðunni. Þar eru m.a. leiðbeiningar um skráningu og fleira.
 
Þá er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið [email protected].
 
Fréttatilkynning frá Tindastól
Fréttir
- Auglýsing -