spot_img
HomeFréttirSkráning hafin í Körfuboltabúðir Hrunamanna 9.-11.júlí

Skráning hafin í Körfuboltabúðir Hrunamanna 9.-11.júlí

Hrunamenn munu dagana 8.-11. júlí halda körfuboltabúðir fyrir 6-18 ára iðkendur. Allar frekari upplýsingar er að finna hér fyrir neðan, en skráning verður opin frá og með 1. maí og færri hafa komist að en hafa viljað síðastliðin tvö ár.

Hérna eru búðirnar á Facebook

Dagskrá og verð:

Leikmenn fæddir 2003-2009
Búðir hefjast fimmtudaginn 8.júlí og þeim lýkur sunnudaginn 11.júlí.
Verð: 13.000 krónur

Leikmenn fæddir 2010-2014
Búðir hefjast föstudaginn 9.júlí og þeim lýkur sunnudaginn 11.júlí.
Verð: 11.000 krónur

Ath. að í þessum búðum er ekki boðið upp á gistingu en við getum bent ykkur á ýmsa möguleika hér í nágrenninu.

Matarmál: Þátttakendur fá hollt og gott nesti (grænmeti, ávexti og skyrdrykki) á milli æfinga auk grillveislu á laugardeginum.

Endilega sendið skráningu á [email protected], í skráningu þarf að koma fram fullt nafn og kennitala barns ásamt nafni og símanúmeri forráðamanns – ath. að síðust tvö ár hefur selst upp í búðirnar okkar á skömmum tíma og því betra að tryggja sér pláss tímanlega.

Í ár leggjum við metnað í búðirnar eins og undanfarin ár með góðum þjálfurum og verða þeir kynntir á þessari síðu á næstunni.

Fréttir
- Auglýsing -