spot_img
HomeFréttirSkráning hafin í körfuboltabúðir Hrunamanna 11. til 14. júlí

Skráning hafin í körfuboltabúðir Hrunamanna 11. til 14. júlí

Árlegu körfuboltabúðir UMFH verða frá 11.- 14. júlí 2024 í Íþróttahúsinu á Flúðum. Ægir Þór Steinarsson og Heiðrún Kristmundsdóttir fara fyrir búðunum og fá til sín þjálfara og leikmenn úr fremstu röðum til að mæta og deila vitneskju sinni eins og síðustu ár.

Elstu hóparnir eru frá fimmtudegi til sunnudags, en yngsti frá föstudegi til sunnudags. Skráningin er hafin á Sportabler og hefur selst hefur upp í búðirnar ár hvert, svo hvatt er til að næla sér í pláss fyrr en seinna.

Fréttir
- Auglýsing -