07:00
{mosimage}
Haukar og Actavis halda nú fjórða árið í röð hið skemmtilega Actavismót og verður mótið haldið að Ásvöllum helgina 5.-6. janúar fyrir krakka 6-11 ára.
Á mótinu verður leikinn fjöldinn allur af leikjum og eru leikirnir 2×12 mín. hver. Eins og undan farin ár munu aðeins 4 leikmenn spila inná í hverju liði, en það er gert til þess að leikmenn muni læra að notfæra sér völlinn, samspil verður mun mikilvægara og hver einasti leikmaður verður mikilvægur inni á vellinum. Öll lið munu spili í það minnsta 3 leiki.
Að loknum leikjum munu krakkarnir fá skemmtilegan glaðning frá Actavis. Á mótið kostar aðeins 1000 krónur á hvern iðkanda. Skráning er hafin hjá Brynjari á vefpóstfangið [email protected]
Skráningafrestur er til 21. desember



