Skráning er hafin í Utandeild Breiðabliks sem mun fara fram í vetur eins og mörg undanfarin ár. Deildin mun hefjast í lok október og standa fram í mars.
16 lið verða í deildinni og leikið í 2 riðlum. Leikið er 2×16 mínútur og hvert lið fær því 7 deildarleiki og svo er úrslitakeppni. Leikirnir fara fram á föstudagskvöldum í Smáranum og sér Breiðablik bæði um dómgæslu og ritaraborð.
Þátttökugjald er kr. 60.000 en skráning er á netfanginu [email protected], taka þarf fram nafn liðs og tengiliðs, netfang og símanúmer.