spot_img
HomeFréttirSkotklukkan: Vilborg Jónsdóttir

Skotklukkan: Vilborg Jónsdóttir

Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Minot State Beavers í bandaríska háskólaboltanum Vilborgu Jónsdóttur. Eftir að hafa verið lykilleikmaður í Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur tímabilið 2021-22 hélt Vilborg vestur um haf og gekk til liðs við Minot State. Þar hefur hún svo verið í stóru hlutverki frá því hún kom út, en á þessu tímabili er hún að spila rúmar 23 mínútur að meðaltali í leik fyrir liðið.

  1. Nafn? Vilborg Jónsdóttir
  2. Aldur? 20 ára
  3. Hjúskaparstaða? Er í sambandi.
  4. Uppeldisfélag? Njarðvík
  5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Klárlega að verða Íslandsmeistari sem nýliðar.
  6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Skaut vítaskoti og airball-aði því í meistaraflokksleik.
  7. Efnilegasti leikmaður landsins? Þessi er erfið, en Kolbrún úr Stjörnunni.
  8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Verð að segja Aliyah Collier.
  9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei, ekkert sérstaklega.
  10. Uppáhalds tónlistarmaður? Rod Wave
  11. Uppáhalds drykkur? Sprite
  12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Rúnar Ingi Erlingsson
  13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Emilie Hesseldal
  14. Í hvað skóm spilar þú? Spila í Under Armour flows skóm.
  15. Uppáhalds staður á Íslandi? Líklegast Skorradalshreppur og svo ofc Njarðvík.
  16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Fylgist lítið með en alltaf sagt GSW.
  17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Kobe Bryant
  18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Mamma hefur alltaf verið fyrirmyndin.
  19. Sturluð staðreynd um þig? Langaði alltaf að vinna í blómabúð þegar ég var yngri.
  20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? 1v1 eða free-play spil.
  21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Að fara yfir okkar eigin set plays þegar þú kannt þau blindandi.
  22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Úr deildinni heima myndi ég taka Kareni Lind úr Þór Akureyri, Önnu Lilju úr Njarðvík, og Láru Ösp úr Njarðvík.
  23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Hef verið að horfa svolítið á NFL fótboltann
  24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Held ég myndi aldrei spila með Vestra, en verður maður ekki að segja „Aldrei segja Aldrei“?
Fréttir
- Auglýsing -