spot_img
HomeFréttirSkotklukkan: Veigar Páll Alexandersson

Skotklukkan: Veigar Páll Alexandersson

Næst er Skotklukkan komin að Veigari Páli Alexanderssyni. Veigar er 22 ára Njarðvíkingur sem lék upp alla yngri flokka félagsins og var farinn að leika með meistaraflokki þeirra 15 ára gamall tímabilið 2017-18. Eftir gott tímabil með þeim 2021-22 þar sem hann skilaði 8 stigum og 3 fráköstum að meðaltali í efstu deild hélt hann vestur um haf og gekk til liðs við Chowan Hawks þar sem hann hefur leikið síðan.

1. Nafn? Veigar Páll Alexandersson

2. Aldur? 22 ára

3. Hjúskaparstaða? Lausu

4. Uppeldisfélag? Njarðvík

5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Þegar Logi setti buzzer á móti Stólunum úti eftir innkastsendingu frá mér. Því miður í miðju Covid og það var enginn í stúkunni.

6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Upphitun bara um daginn hérna úti og ég er að gera varnarslide og enda einhvernveginn á því að fljúga á hausinn, frekar vandræðilegt.

7. Efnilegasti leikmaður landsins? Heimir Gamalíel Helgason

8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Erfitt að velja bara einn. Ef eg nefni nokkra Elvar Már, Dedrick Basile, Haukur Helgi, Logi Gunnars og Nico Richotti.

9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Ekki beint en ég reyni alltaf losa aðeins fyrir bakið á mér og teygja vel á því.

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Aron Can og Gummi Tóta.

11. Uppáhalds drykkur? Er mikið að vinna með Sprite Zero þessa dagana.

12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Hef spilað fyrir nokkra góða og erfitt bara velja einn en Einar Árni og Rúnar Ingi eru tveir sem koma upp í hugann.

13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Ég væri til í að fá Ragnar Ágústsson úr Tindastól í Njarðvík.

14. Í hvað skóm spilar þú? Núna er ég að vinna með Under Armour Zoom. Þar sem að skólinn er með samning við UA þá verð ég að spila í UA skóm.

15. Uppáhalds staður á Íslandi? Ljónagryfjan!

16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Los Angeles Lakers

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James

18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Ég leit alltaf lang mest upp til bróður míns.

19. Sturluð staðreynd um þig? Ég elska kleinuhringi meira en allt.

20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila!

21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Línuhlaup

22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Dúa Þór Jónsson, Mario Matasovic og Adam Eið Ásgeirsson.

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Já, fótbolta.

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Pass

Fréttir
- Auglýsing -