Næst er Skotklukkan komin að landsliðsmiðherja Íslands og leikmanni Evrópumeistara Bilbao í ACB deildinni á Spáni Tryggva Snæ Hlinasyni.
Tryggvi Snær er að upplagi úr Þór Akureyri, en fór 19 ára til Valencia á Spáni 2017 og hefur síðan leikið fyrir fjögur félög í ACB deildinni á Spáni, sem almennt er talin besta landsdeild Evrópu. Á síðasta tímabili vann hann FIBA Europe Cup með lið sínu Bilbao. Meðfram þessum glæsta feril hans á Spáni hefur Tryggvi verið lykilmaður í íslenska landsliðinu á Síðustu árum.
1.Nafn? Tryggvi Snær Hlinason
2.Aldur? 27 ára
3.Hjúskaparstaða? Í sambandi
4. Uppeldisfélag? Þór Akureyri
5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Vinna bikar í FIBA Europe Cup og sigur á Grikklandi í U20 í Grikklandi.
6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Rookie vígslan í landsliðinu.
7. Efnilegasti leikmaður landsins? Erfitt að segja, en ég ætla að segja Friðrik Leó.
8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Bojan Dubljević
9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei
10. Uppáhalds tónlistarmaður? Sabaton
11. Uppáhalds drykkur? Mjólk
12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Víctor Pérez
13. Ef þú mættir fá einn íslenskan leikmann í þitt lið, hver væri það? Alla í landsliðinu (Martin)
14. Í hvað skóm spilar þú? Adidas D.O.N
15. Uppáhalds staður á Íslandi? Svartárkot og Aldey við Aldeyjarfoss.
16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Engu
17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Pau Gasol
18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Faðir minn
19. Sturluð staðreynd um þig? Ég get gert Pistol squat á öðrum fæti.
20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila fimm á fimm.
21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Fullcourt skotæfingar.
22. Hvaða þrjá leikmenn úr landsliðinu tækir þú með þér á eyðieyju? Kidda, Ægi og Baldur.
23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Ég fylgist með landsliðum Íslands.
24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Breska landsliðið.



