spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Skotklukkan: Styrmir Snær Þrastarson

Skotklukkan: Styrmir Snær Þrastarson

Næst er Skotklukkan komin að leikmanni íslenska landsliðsins og Belfius Mons í BNXT deildinni í Hollandi/Belgíu Styrmi Snæ Þrastarsyni. Styrmir Snær er að upplagi úr Þorlákshöfn og var lykilmaður Þórs þegar liðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil sumarið 2021. Síðan þá hefur hann leikið með Davidson í bandaríska háskólaboltanum, svo aftur Þór á síðasta tímabili áður en hann hélt til meginlandsins. Þá lék Styrmir á sínum tíma upp öll yngri landslið Íslands áður en hann hóf að leika með A landsliðinu árið 2021, þar sem hann hefur leikið 14 leiki.

1. Nafn? Styrmir Snær Þrastarson

2. Aldur? 22 ára

3. Hjúskaparstaða? Er í sambandi.

4. Uppeldisfélag? Þór Þorlákshöfn

5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Að verða Íslandsmeistari með Þór Þorlákshöfn.

6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Mhmm líklegast þegar að ég tábrotnaði þegar að ég var 13 ára. Fór í layup og klúðraði, snöggreiddist, sparkaði í stúkuna á bakvið körfuna og tábrotnaði, það var svekk.

7. Efnilegasti leikmaður landsins? Þessi Tómas gæji í þór, svo er einn yngri sem að heitir Davíð Orri Valgeirsson frá Hetti, hann á eftir að verða góður, kvennamegin er það Diljá Lárusdóttir.

8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Luka Brajkovic eða Vinnie Shahid.

9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Legg mig alltaf á leikdegi og fæ mér snickers í hálfleik. 

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Erfitt að velja einn en ætlu það seu ekki Bubbi Morthens eða Villi Vill.

11. Uppáhalds drykkur? Ískalt vatn eða Koffínlaus Collab.

12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Lárus Jónsson og Balli Ragg.

13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Drungilas, alvöru winner.

14. Í hvað skóm spilar þú? Ja Morant 1

15. Uppáhalds staður á Íslandi? Þorlákshöfn/Hólmavík

16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Hef verið harður Milwaukee Bucks maður síðan að Brandon Jennings og Jabari Parker áttu að ráðu ríkjum í NBA deildinni.

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James

18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Jón Arnór

19. Sturluð staðreynd um þig? Mest spilaða lagið mitt á Spotify 2023 var Rósin með Álftagerðisbræðrum, besta lag allra tíma.

20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spil og 11 manna hraðarupphlaup.

21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Shell drill og allt sem við gerum á æfingum eftir vondan tapleik.

22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Dúa, Dabba Kóng og Ragga Braga, ef að einhver af þeim myndi forfallast þá fengi Veigar Páll að fljóta með.

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Fylgist með enska boltanum.

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Úffff ég ætla að segja Vestra, bara til þess að segja eitthvað.

Fréttir
- Auglýsing -