spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSkotklukkan: Sara Rún Hinriksdóttir

Skotklukkan: Sara Rún Hinriksdóttir

Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Keflavíkur í Bónus deild kvenna og íslenska landsliðsins Söru Rún Hinriksdóttur.

Sara Rún er 29 ára og að upplagi úr Keflavík, en með þeim hefur hún unnið alla titla sem í boði eru á Íslandi. Þá var hún í fjögur ár í röð valin körfuknattleikskona ársins 2020 til 2023. Ásamt því að hafa leikið fyrir Keflavík á Íslandi lék hún einnig um smá tíma með Haukum. Lengst af hefur Sara þó verið erlendis á feril sínum, með Canisius í háskólaboltanum 2015 til 2019, Leicester í Bretlandi 2019 til 2021, Constanta í Rúmeníu 2021 til 2022, Faenza á Ítalíu 2022 til 2023 og Sedis á Spáni 2023 til 2024.

  1. Nafn? Sara Rún Hinriksdóttir
  2. Aldur? 29 ára
  3. Hjúskaparstaða? Á föstu
  4. Uppeldisfélag? Keflavík
  5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Mikið af skemmtilegum minningum, en svona það nýlegasta þegar ég kom heim og varð bikar- og Íslandsmeistari með Keflavík.
  6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Ekkert sem kemur í huga.
  7. Efnilegasti leikmaður landsins? Davíð Breki Antonsson
  8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Pallas Kunaiyi
  9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Já fullt haha, en reyni alltaf að halda mig frá þeim.
  10. Uppáhalds tónlistarmaður? Hlusta á alla tónlist.
  11. Uppáhalds drykkur? Elska gott kaffi á morgnana.
  12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Læri allskonar frá mismunandi þjálfurum, ekki hægt að gera upp á milli.
  13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Væri gaman að fá Þórönnu heim í Keflavík.
  14. Í hvað skóm spilar þú? Er í Kobe núna.
  15. Uppáhalds staður á Íslandi? Sumarbústaðurinn hjá ömmu og afa.
  16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Gæti ekki valið eitt. Horfi meira á Evrópuboltann.
  17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? LeBron James
  18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Helena Sverrisdóttir
  19. Sturluð staðreynd um þig? Ég er mjög öflug á dansgólfinu
  20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spil
  21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Frákasta drillur
  22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Bríeti, Ástu læknir og Maríu Jóns fyrir húmorinn.
  23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Nei get ekki sagt það. Finnst samt alltaf gaman að horfa á íslensku landsliðin spila.
  24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Myndi spila fyrir öll lið.

Fréttir
- Auglýsing -