Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Keflavíkur í Bónus deild kvenna og íslenska landsliðsins Söru Rún Hinriksdóttur.
Sara Rún er 29 ára og að upplagi úr Keflavík, en með þeim hefur hún unnið alla titla sem í boði eru á Íslandi. Þá var hún í fjögur ár í röð valin körfuknattleikskona ársins 2020 til 2023. Ásamt því að hafa leikið fyrir Keflavík á Íslandi lék hún einnig um smá tíma með Haukum. Lengst af hefur Sara þó verið erlendis á feril sínum, með Canisius í háskólaboltanum 2015 til 2019, Leicester í Bretlandi 2019 til 2021, Constanta í Rúmeníu 2021 til 2022, Faenza á Ítalíu 2022 til 2023 og Sedis á Spáni 2023 til 2024.
- Nafn? Sara Rún Hinriksdóttir
- Aldur? 29 ára
- Hjúskaparstaða? Á föstu
- Uppeldisfélag? Keflavík
- Uppáhalds atvik á ferlinum? Mikið af skemmtilegum minningum, en svona það nýlegasta þegar ég kom heim og varð bikar- og Íslandsmeistari með Keflavík.
- Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Ekkert sem kemur í huga.
- Efnilegasti leikmaður landsins? Davíð Breki Antonsson
- Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Pallas Kunaiyi
- Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Já fullt haha, en reyni alltaf að halda mig frá þeim.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Hlusta á alla tónlist.
- Uppáhalds drykkur? Elska gott kaffi á morgnana.
- Besti þjálfari sem þú hefur haft? Læri allskonar frá mismunandi þjálfurum, ekki hægt að gera upp á milli.
- Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Væri gaman að fá Þórönnu heim í Keflavík.
- Í hvað skóm spilar þú? Er í Kobe núna.
- Uppáhalds staður á Íslandi? Sumarbústaðurinn hjá ömmu og afa.
- Með hvað liði heldur þú í NBA? Gæti ekki valið eitt. Horfi meira á Evrópuboltann.
- Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? LeBron James
- Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Helena Sverrisdóttir
- Sturluð staðreynd um þig? Ég er mjög öflug á dansgólfinu
- Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spil
- Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Frákasta drillur
- Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Bríeti, Ástu læknir og Maríu Jóns fyrir húmorinn.
- Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Nei get ekki sagt það. Finnst samt alltaf gaman að horfa á íslensku landsliðin spila.
- Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Myndi spila fyrir öll lið.



