spot_img
HomeFréttirSkotklukkan: Rebekka Rut Hjálmarsdóttir

Skotklukkan: Rebekka Rut Hjálmarsdóttir

Næst er Skotklukkan komin að Rebekku Rut Hjálmarsdóttur. Rebekka er að uppplagi úr Grindavík, en leikur nú fyrir Hauka í Subway deildinni. Ásamt þeim hefur hún einnig leikið fyrir Stjörnuna í fyrstu deildinni og þá átti hún gott síðasta tímabil fyrir ÍR í Subway deildinni. Þá er hún hluti af æfingahópi undir 20 ára liðs Íslands fyrir verkefni sumarsins 2024.

1. Nafn?  Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 

2. Aldur?  19 ára.

3. Hjúskaparstaða? Á lausu 

4. Uppeldisfélag? Grindavík 

5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Þegar ég var í ÍR og við unnum Ármann í oddaleik og komumst upp í efstu deild! 

6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Öll skiptin sem ég hef faceplantað í miðjum leik. 

7. Efnilegasti leikmaður landsins? Matilda og Mía í Haukum. 

8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Ég myndi nefna einhverja í Haukum, en ég hef bara því miður ekki fengið leik með þeim, svo að Greeta Üprus verður fyrir valinu. 

9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Ég þarf alltaf að taka gameday walk fyrir leiki. 

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Drake og Partynextdoor.

11. Uppáhalds drykkur? Blár Gatorade. 

12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Vil ekki gera upp á milli þeirra en Elli og Magga Stull fá þann heiður!

13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Grétu úr Breiðablik!!!

14. Í hvað skóm spilar þú? Vil ekki minnast á þá þar sem ég meiddist í þeim… tvisvar!!!

15. Uppáhalds staður á Íslandi? Grindavík 

16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Ekkert sérstakt.  

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Dennis Rodman! 

18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Systir mín, en körfuboltalega séð þá var það Ólöf Rún í Grindavík.  

19. Sturluð staðreynd um þig? Ég er tvíburi. 

20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? 11 manna og spil. 

21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Sitja og horfa á vegna meiðsla. 

22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju?  Grétu í Breiðablik, Matildu Sóldísi og allt Haukaliðið mitt 🙂  

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Stundum fótbolta en það er bara ef ég er að horfa á einhvern sem ég þekki. 

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Ég er bara ekki viss. 

Fréttir
- Auglýsing -