Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Tindastóls og íslenska landsliðsins Ragnari Ágústssyni. Ragnar er 24 ára framherji sem að upplagi er úr Tindastóli, en þar hóf hann að leika fyrir meistaraflokk aðeins 15 ára gamall árið 2016. Á árunum 2017-2022 var hann á mála hjá Þór Akureyri þar sem hann gerði afar vel bæði í fyrstu og úrvalsdeild, en árið eftir varð hann svo Íslandsmeistari í fyrsta skipti með Tindastóli. Það sem af er yfirstandandi tímabili hefur Ragnar verið mikilvægur leikmaður Tindastóls, bæði í deild og Evrópukeppni, en hann var á dögunum kallaður í fyrsta skipti inn í íslenska A landsliðshópinn.
- Nafn? Ragnar Ágústsson
- Aldur? 24
- Hjúskaparstaða? Föstu
- Uppeldisfélag? Tindastóll
- Uppáhalds atvik á ferlinum? Íslandsmeistarar 2023
- Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Ekkert sem kemur upp í hugann
- Efnilegasti leikmaður landsins? Hallur Atli
- Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Tryggvi
- Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei ekkert þannig
- Uppáhalds tónlistarmaður? Luke Combs
- Uppáhalds drykkur? Blá hleðsla
- Besti þjálfari sem þú hefur haft? Arnar, Pavel og Hjalti
- Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Ægir
- Í hvað skóm spilar þú? Lebron 20
- Uppáhalds staður á Íslandi? Skagafjörðurinn
- Með hvað liði heldur þú í NBA? Meira að fylgjast með leikmönnum eins og Giannis Antetokounmpo.
- Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? LeBron James
- Hver var fyrirmyndin þín í æsku? Bróðir minn Viðar.
- Sturluð staðreynd um þig? Hef því miður aldrei farið á landsleik.
- Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila
- Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Fara yfir kerfi 5 á 0.
- Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Júlíus Orri, Dúi Þór og Veigar Páll.
- Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Fylgist pínu með öllu en aðallega fótbolta og golfi.
- Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Vestra



