spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSkotklukkan: Orri Gunnarsson

Skotklukkan: Orri Gunnarsson

Þá er Skotklukkan komin að einum af efnilegri leikmönnum landsins Orra Gunnarssyni, en Orri söðlaði um og gekk til liðs við svanina frá Gmunden fyrir yfirstandandi tímabil frá Haukum í Subway deildinni. Orri er einnig einn af nýrri leikmönnum A landsliðs karla, en hann átti frábæran leik gegn Tyrklandi ytra fyrir þá nú í ágúst í undankeppni Ólympíuleika 2024.

1. Nafn? Orri Gunnarsson

2. Aldur? 20 ára

3. Hjúskaparstaða? Lausu

4. Uppeldisfélag? Stjarnan

5. Uppáhalds atvik á ferlinum? All-star liðið á U20 mótnu fyrir tveimur sumrum.

6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Þegar eg kom inn á í playoffs leik með Stjörnuni og skaut strax air ball og allir stuðnings menn Þórs kölluðu who are you. Þá var eg svolítið lítill.

7. Efnilegasti leikmaður landsins? Friðrik Anton jónsson

8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Hilmar Smári

9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Á engan

11. Uppáhalds drykkur? Fanta

12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Bara allir hafa hjálpað mér eitthvað.

13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Ægir þór

14. Í hvað skóm spilar þú? Lebron 20

15. Uppáhalds staður á Íslandi? Garðabær

16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Held ekki með neinu liði.

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? MJ

18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Marvin Valdimars

19. Sturluð staðreynd um þig? Er í skóstærð 49,5

20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5

21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Upphitun

22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Dúa, Ástþór og Sigga Pé

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Smá fótbolta.

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Aldrei segja aldrei.

Fréttir
- Auglýsing -