spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSkotklukkan: Leó Curtis

Skotklukkan: Leó Curtis

Þá er Skotklukkan komin að ungstirni ÍR í fyrstu deildinni Leó Curtis. Leó er ný orðinn 19 ára gamall, en hann hefur leikið með meistaraflokki ÍR frá því hann var 16 ára gamall árið 2021. Hans besta tímabil hingað til líklega það sem er að líða, en hann er að skila 13 stigum og 10 fráköstum að meðaltali í leik nú í fyrstu deildinni. Þá hefur hann einnig verið lykilmaður í yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.

1 Nafn? Leó Curtis

2. Aldur? 18

3. Hjúskaparstaða? Lausu

4. Uppeldisfélag? ÍR

5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Vinna KR á útivelli.

6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Var að spila í Tékklandi á móti liðinu sem hélt mótið svo það var fullur salur sem hélt með þeim. Hitt liðið kemst á run sem endar með poster yfir mig og þjálfarinn tekur leikhlé.

7. Efnilegasti leikmaður landsins? Litli bróðir minn, Matthías.

8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Ty Birts

9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei, ekki þannig.

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Er mjög mismunandi, Kanye fínn.

11. Uppáhalds drykkur? Kristall eða Powerade.

12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Ísak Wíum. Í rauninni sá eini sem ég hef haft í einhvern tíma.

13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Er sáttur með liðið mitt eins og það er.

14. Í hvað skóm spilar þú? KD’s 15 eða 16.

15. Uppáhalds staður á Íslandi? Skógarsel, íþróttahúsið.

16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Fylgist meira með leikmönnum heldur en liðum, annars eru OKC skemmtilegir.

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron. Wemby eftir nokkur ár.

18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Stóri bróðir minn eða Zlatan Ibrahimovic úr fótboltanum.

19. Sturluð staðreynd um þig? Nota hægri í íþróttum en er annars örvhentur.

20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? 1v1

21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Upphitun og shell.

22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Zarko Jukic, Aron Orra og Ragga Braga úr Subway.

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Já, aðallega fótbolta.

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir KR

Fréttir
- Auglýsing -