Næst er Skotklukkan komin að leikmanni KR Leu Gunnarsdóttur. Lea er 22 ára og að upplagi úr KR, en hún hóf að leika fyrir meistaraflokk hjá Val tímabilið 2019-20. Síðan þá hefur hún leikið fyrir Val og KR. Var hún lykilleikmaður í liði KR sem vann sig aftur upp í úrvalsdeildina á síðustu leiktíð, en þá var hún að skila 11 stigum og 3 fráköstum að meðaltali í leik. Þá var Lea einnig á sínum tíma hluti af yngri landsliðum Íslands. Síðast með undir 20 ára liðinu sem lék á Evrópumóti sumarið 2022.
1. Nafn? Lea Gunnarsdóttir
2. Aldur? 22 ára
3. Hjúskaparstaða? Lausu
4. Uppeldisfélag? KR
5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Að vinna playoffs og komast upp í Bónus deildina með KR.
6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Ég vildi að ég gæti hugsað um eitthvað atvik… en ég get það ekki.
7. Efnilegasti leikmaður landsins? Rebekka í KR og Berglind í Stjörnunni.
8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Molly Kaiser
9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei, ég vil ekki meina það.
10. Uppáhalds tónlistarmaður? Það fer mjög mikið eftir því í hvernig stuði ég er, en ég hef elskað One Direction frá því ég var lítil stelpa.
11. Uppáhalds drykkur? Sveinki jr. Nocco
12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Allir þjálfarar sem ég hef verið hjá hafa kennt mér það sem ég kann í dag, en ég var mjög heppin að hafa verið hjá Darra Atlasyni þegar hann var að þjálfa
13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Örugglega Thelmu Dís í Keflavík.
14. Í hvað skóm spilar þú? Núna er ég í GT Cut 3 og Kobe 8.
15. Uppáhalds staður á Íslandi? Ég elska bústaðinn okkar sem er við Vesturhópsvatn.
16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Denver Nuggets
17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Að mínu mati, Nikola Jokic.
18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Foreldrar mínir
19. Sturluð staðreynd um þig? Ég sofna við Blökastið á hverju EINASTA kvöldi og hef gert í nokkur ár.
20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5 á 5.
21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Fara yfir kerfi 5 á 0.
22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Mínar allra bestu, Önnu Margréti, Önnu Maríu og Kaju systur mína.
23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Ég fylgist vel með Bestu deildinni en svo finnst mér t.d. gaman að detta inn í golfið með pabba.
24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? No comment.



