spot_img
HomeFréttirSkotklukkan: Kristján Fannar Ingólfsson

Skotklukkan: Kristján Fannar Ingólfsson

Þá er Skotklukkan komin að Keflvíkingnum Kristjáni Fannari Ingólfssyni. Kristján Fannar lék upp yngri flokka Keflavíkur áður en hann skipti yfir til Stjörnunnar árið 2021, þar sem hann hefur leikið síðan. Þá hefur hann einnig verið lykilleikmaður yngri landsliða Íslands, nú síðast með U18 í sumar þar sem hann var valinn í úrvalslið Norðurlandamótsins í Södertalje eftir að Ísland vann til bronsverðlauna.

1.     Nafn? Kristján Fannar Ingólfsson

2.     Aldur? 18 ára

3.     Hjúskaparstaða? Á gullfallega konu.

4.     Uppeldisfélag? Keflavík

5.     Uppáhalds atvik á ferlinum? Bikarmeistari með Stjörnunni 2022 .

6.     Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Þegar Almar Orri Kristinsson tróð yfir mig.

7.     Efnilegasti leikmaður landsins? Atli Hrafn Hjartaston

8.     Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Ægir Þór Steinarsson

9.     Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei er ekki með neina. 

10.  Uppáhalds tónlistarmaður? Það verður að vera Future. 

11.  Uppáhalds drykkur? Blátt gatorade.

12.  Besti þjálfari sem þú hefur haft? Þeir eru nokkrir aðalega samt Jón Guðmundsson, Ingi þór eða Arnar Guðjónsson .

13.  Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Tómas Valur eða Hilmir Arnarsson.

14.  Í hvað skóm spilar þú? Kyrie low 4.

15.  Uppáhalds staður á Íslandi? Ásgarður.

16.  Með hvað liði heldur þú í NBA? Milwaukee Bucks

17.  Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James

18.  Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Hörður Axel og LeBron James.

19.  Sturluð staðreynd um þig? Er góður kokkur.

20.  Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spil 

21.  Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Hita upp

22.  Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Júlíus Orra, Arnþór Freyr og Tómas Valur .

23.  Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Fylgist mikið með mínum mönnum í Manchester City.

24.  Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? ÍR

Fréttir
- Auglýsing -