spot_img
HomeFréttirSkotklukkan: Krista Gló Magnúsdóttir

Skotklukkan: Krista Gló Magnúsdóttir

Næst er Skotklukkan komin að Kristu Gló Magnúsdóttur. Krista er 19 ára framherji Njarðvíkur í Subway deildinni, en eftir að hafa leikið upp alla yngri flokka félagsins hóf hún að leika fyrir meistaraflokkinn 16 ára gömul árið 2020. Þá hefur Krista einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.

1. Nafn? Krista Gló Magnúsdóttir

2. Aldur? 19 ára

3. Hjúskaparstaða? Lausu

4. Uppeldisfélag? Njarðvík

5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Þegar við urðum Íslandsmeistarar árið 2022.

6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Þegar ég klessti á liðsfélaga minn í leik og datt í kollhnís.

7. Efnilegasti leikmaður landsins? Margir efnilegir en verð að segja Hulda María, Sara Björk og Kristín Björk.

8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Aliyah Collier

9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei ekki beint hjátrú en með margar venjur sem ég geri alltaf t.d teygju rútínan mín fyrir leiki og er alltaf á sama stað í upphitun.

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Friðrik Dór og Gummi Tóta alltaf í uppáhaldi.

11. Uppáhalds drykkur? Grænn kristall

12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Rúnar Ingi Erlingsson

13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Söru Rún Hinriksdóttur

14. Í hvað skóm spilar þú? Er nýbyrjuð að nota KD 15.

15. Uppáhalds staður á Íslandi? Bústaðurinn hjá ömmu og afa í Grímsnesi.

16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Fylgist voða litið með NBA.

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James

18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Mamma og pabbi.

19. Sturluð staðreynd um þig? Talaði einu sinni reiprennandi sænsku.

20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Mér hefur alltaf fundist einstaklingsdrillur mjög skemmtilegar, en svo er alltaf gaman að spila 5v5.

21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Æfingin tveggja manna Lalli er ekki í miklu uppáhaldi.

22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Heklu Eik úr Grindavík, Lovísu Bylgju úr Keflavík og svo myndi ég stela Kristrúnu sem er að spila með Hamar-Þór í 1.deildinni.

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Voða lítið, en fylgist alltaf með þegar íslenska landsliðið er að keppa.

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Aldrei segja aldrei.

Fréttir
- Auglýsing -