spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Skotklukkan: Kári Jónsson

Skotklukkan: Kári Jónsson

Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Vals og íslenska landsliðsins Kára Jónssyni.

Kári hefur verið leikmaður íslenska landsliðsins síðan hann var 19 ára gamall árið 2017. Hann er þó á sínu fyrsta lokamóti með liðinu þessa dagana á EuroBasket 2025 í Katowice. Kári er að upplagi úr Haukum, en þá hefur hann einnig leikið fyrir Drexel í bandaríska háskólaboltanum og var hann um tíma á mála hjá Barcelona á Spáni og eitt timabil með Girona í sama landi. Síðan 2021 hefur hann leikið fyrir Val og á þeim tíma unnið alla titla sem í boði eru.

1. Nafn? Kári Jónsson


2. Aldur? 27 ára


3. Hjúskaparstaða? Föstu


4. Uppeldisfélag? Haukar


5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Buzzerinn í Keflavík.


6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Þegar Bjössi Kri settann spjaldið ofan í frá miðju í grillið á mér til að ná framlengingu.


7. Efnilegasti leikmaður landsins? Berglind Katla Hlynsdóttir


8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Kristófer Acox 


9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Já, aðeins of margar.

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Post Malone


11. Uppáhalds drykkur? Nocco límon 


12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Finnur Freyr


13. Ef þú mættir fá einn íslenskan leikmann í þitt lið, hver væri það? Tryggva Snæ

14. Í hvað skóm spilar þú? KD 17


15. Uppáhalds staður á Íslandi? Stykkishólmur


16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Lebron James

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Michael Jordan


18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Pabbi svona aðal. 


19. Sturluð staðreynd um þig? Get ekki rétt úr litla fingri.


20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? 5v5


21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Upphitun


22. Hvaða þrjá leikmenn úr landsliðinu tækir þú með þér á eyðieyju? Ægir, Kiddi og Tryggvi.

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Já, flestum.

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Aldrei segja aldrei.

Fréttir
- Auglýsing -